Njóttu Safa og Þeytinga

Hinn fullkomni flensubani

Við erum öll sammála um að það er fátt leiðilegra en að vera með flensu og kvef. Þá eru góð ráð dýr og er ég alltaf til í að gera hvað sem er til að losa mig við slík leiðindi. Ég er sjálf ekki hrifin af því að kaupa tilbúnar mixtúrur, hálsbrjóstsykur eða annað sem að inniheldur mikið magn af unnum sykri. Það er mikið frelsi að geta búið til sína eigin blöndu í eldhúsinu heima og miklu skemmtilegra að batna þegar að maður læknaði sig bókstaflega sjálfur.

Engifer

Flest þekkjum við engiferrót en hún hefur marga stórkostlega eiginleika fyrir líkamann okkar; hún er góð fyrir meltinguna, bólgueyðandi, góð við kvefi, vinnur á ógleði, dregur úr vindgangi og er hreinsandi. Margir fá sér engiferskot á hverjum degi til að koma í veg fyrir kvefpestir. Ef að einhver er með kvefpest í fjölskyldunni djúsa ég alltaf helling af lífrænum engiferi og læt viðkomandi fá sér reglulega skot. Það svínvirkar en það er mjög mikilvægt að mínu mati að engiferið sé lífrænt, mér finnst ólífrænt engifer ekki nærrum því jafn sterkt og hið lífræna.

Túrmerik

Það þekkja kannski ekki allir túrmerik. En Túrmerik er indversk lækningajurt sem hefur marga og jákvæða eiginleika fyrir heilsuna okkar. Fjölmargar rannsóknir hafa verið birtar sem gefa til kynna að túrmerik sé með gríðarlegan lækningamátt. Jurtin er m.a. bólgueyðandi og er stútfull af andoxunarefnum. Einnig hefur hún haft jákvæð áhrif á þunglyndi, streitu, hjartasjúkdóma, parkinson, alzheimer, krabbamein og liðagigt.

Túrmerik og engifer er báðar mjög öflugar jurtir við flensu og ætla ég því að deila með þér uppskrift að heitum drykk sem er upplagt að útbúa við kvefi og flensu. Hann er ekki einungis bragðgóður heldur getur hann bæði fyrirbyggt og slegið á kvefpestir sem að blossa oft upp á vetrarmánuðum. Ég hef oft úbúið hann sjálf og líður manni alltaf betur á eftir. Hann bæði rífur í og mýkir hálsin en innihaldsefnin eru mjög öflug gegn kvefi og fyrir heilsuna almennt. 

Túrmerik&Engifer Drykkur

  • 300 ml heitt soðið vatn
  • 1 tsk rifinn lífr.engifer
  • 1 tsk rifinn lífr. turmeric
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1/4 tsk hlynsíróp
  • Svartur pipar
  1. Rífðu niður túrmerik og engifer með rifjárni og settu í tesíu. Ef þú átt ekki tesíu getur þú sett túrmerikið og engiferið í heitt sjóðandi vatn í 3 mín og sigtað það svo. Eins getur þú notað hvítlaukspressu til að pressa jurtirnar. Farðu varlega þegar að þú vinnur með túrmerikið þar sem að það er rosalega litsterkt og á það til að festast í öllu sem það kemur nálægt.
  2. Bættu sítrónusafanum, hlynsírópinu og svarta piparnum saman við. En svartur pipar eykur virkni túrmerik jurtarinnar. Ef þér finnst það mega vera meira af engifer endilega settu aðeins meira í tesíuna svo að teið rífi aðeins í.

Ekki vera feimin að gera þína útgáfu af þessum drykk og nota það sem þú átt.

Njóttu vel og góðan bata!

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply