Ég geri mér reglulega rauðrófusafa úr fallegu safavélinni minni. Ég nota nú aldrei neina sérstaka uppskrift, týni bara eitthvað í hann sem ég á í ísskápnum og mig lystir í hverju sinni. En ég ákvað að skrifa niður uppskrift til að deila með þér, kæri lesandi, og vona ég að þér líki vel.
Rauðrófusafi Uppskrift fyrir 1
- 1 rauðrófa, ca 150g.
- 1 lífræn pera
- 1/4 sítróna
- 1/2 gúrka
- 1-2 cm engifer (smekksatriði)
- 3-4 myntublöð
- 1/2 sellerístöngull (má sleppa)
- 1/2 tsk kanill
- Skerðu allt saman niður í hentuga stærð fyrir safavélina þína.
- Skelltu grænmetinu og ávöxtunum í gegnum safavélina.
- Hrærðu kanilnum út í safann með písk.
- Helltu rauðrófusafanum í glas (bestur með klökum).
Ef þú átt ekki safavél getur þú blandað þessu saman í blandara og notað síupoka frá Ljósinu til að kreista safan frá hratinu.
Þá er ekkert annað eftir en að njóta <3
1 Comment
Þessi rauðrófusafi er alveg rosalega góður