Hér í Danmörku stendur yfir viku vetrarfrí svo að ég er að nýta tímann vel í að búa til nokkrar uppskriftir á meðan ég hvíli mig frá námsbókunum. Hér er ein þeirra, gómsætar hafrakúlur sem eru tilvaldar til að narta í milli mála. Það er mjög einfalt að búa þær til og tekur það alls ekki langan tíma.
Hafrakúlur ca. 25 stk.
- 100 g döðlur, lagðar í bleyti yfir nótt
- 50 ml kókosolía, fljótandi
- 2 msk möndlusmjör
- 1/2 tsk vanilla
- 1/4 tsk salt
- 1 1/2 dl kókosmjöl
- 2 dl haframjöl
- 2 msk kakó
- 50 g hnetur að eigin vali (ég notaði möndlur og brasilíuhnetur)
- Döðlukarmella: Taktu döðlurnar úr bleyti og skelltu þeim í matvinnsluvél/blandara ásamt kókosolíu og möndlusmjöri.
- Hrærðu þurrefnunum saman.
- Malaðu hneturnar í blandara/matvinnsluvél og blandaðu saman við þurrefnin.
- Blandaðu döðlukarmellunni vel saman við þurrefnin.
- Myndaðu kúlur með höndunum og settu þær í krukku eða annað geymsluvænlegt ílát.
Ég geymi hafrakúlurnar í frystinum og þurfa þær ekki langan tíma til að jafna sig áður en maður borðar þær. Það er algjör snilld að eiga millimál í frystinum og er mjög skemmtilegt þegar að maður á gott úrval af þeim.
Njóttu vel <3
No Comments