Ég hef verið með erfiða húð frá því ég var 11 ára. Bólur, fílapensla, þurrkubletti – bara nefndu það. Ég hef alltaf hugsað vel um húðina en hef ekki náð að halda henni góðri. Ég fór til húðlæknis fyrir u.þ.b þremur árum sem lét mig fara á bæði lyf og sterakrem. Húðin skánaði meðan ég notaði lyfið og kremið en allt blossaði upp aftur þegar ég átti að fara að trappa mig niður á lyfjunum. Mér fannst svo rangt að taka…