Allflestar uppskriftir af súkkulaðiþeytingum sem hafa orðið á vegi mínum innihalda banana. Þar sem bananar fara frekar illa í mig ákvað ég að taka málin í mínar hendur. Ég hef verið með hugmynd af súkkulaðiþeyting í kollinum lengi og ákvað loksins að skella henni í blandarann. Það tókst mjög vel og var niðurstaðan vonum framar. Þá er í rauninni ekki eftir neinu öðru að bíða en að deila uppskriftinni með þér.
Súkkulaðiþeytingur Uppskrift fyrir 1
- 200 ml möndlumjólk (eða 50 ml kókosmjólk í fernu og 150 ml vatn)
- 2 msk kakó
- 3/4 msk hnetusmjör
- 1/4 tsk vanilla
- 2 döðlur
- 1/2 avacado
- 10 heslihnetur
- 1/2 msk kakósmjör
- 1 msk kókosolía
- 7 klakar
- Hnífsoddur salt
Skelltu þessu í blandarann þangað til allt er orðið vel blandað saman!
Drekktu þeytinginn strax og njóttu vel <3
Skál!
No Comments