Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga við safagerðina til þess að maður nýti þau mögnuðu næringarefni úr safanum á sem bestan hátt. Ég ætla að fara yfir nokkur algeng mistök sem gagnlegt er að læra af. Meira um kosti þess að djúsa hér. Að drekka ekki safann á tóman maga Til að fá sem mest út úr safanum, er best að drekka hann á tóman maga. Þannig mun líkaminn geta tekið upp öll þau mögnuðu næringarefni úr safanum hraðar…
Það koma tímar þar sem líkaminn minn bókstaflega öskrar á kaldpressaðan safa. Hér er ég með uppskrift af gulrótarsafa sem er algjört spari hjá mér. Ég borða gulrætur í hófi vegna þess að þær innihalda meiri sykur en annað grænmeti fyrir utan rauðrófur. Þ.a.l. þegar maður djúsar gulrætur veldur það toppi í blóðsykri þar sem að maður síar trefjarnar frá við safagerð. Ég kýs því græna safan í flestum tilvikum og fæ mér gulrótar og rauðrófusafa þegar ég vil gera…
Ég ætla að vera dugleg í græna safanum yfir jólahátíðina. Þið haldið kannski að ég sé orðin galin að blogga um grænan safa í desember þar sem allir verða á þeytingi úr einu jólaboðinu yfir í annað. Það er einmitt þá sem maður þarf á græna safanum að halda, til að vera í jafnvægi. Maður þarf hollustu til að vega upp á móti öllu sukkinu sem fylgir jólunum. Ég tala nú ekki um þegar sumir borða mikið af söltu og…
Það besta sem ég veit er að byrja daginn á nýpressuðum safa sem ég hef gert í safavélinni minni. Ég keypti mér safavél í kringum páskana og hef ég notað hana stöðugt síðan. Ég var lengi að ákveða hvort ég ætti að kaupa hana því ég var ekki viss um að ég myndi nota hana mikið né hvort mér myndi finnast grænmetissafar góðir. Ef þér hefur eitthverntímann fundist erfitt að borða mikið af grænmeti, þá myndi ég hiklaust fjárfesta í…