Hleðsluhelgi á Borgarfirði Eystra 5-7 maí

Borgarfjörður Eystri á risastóran stað í hjarta mínu, en þangað fer ég sjálf reglulega úr borgar-hraðanum og daglegu amstri til þess að endurnæra bæði líkama og sál. Fyrir mitt leyti, er ekkert sem að hleður mig & gleður jafn mikið og að fara í fjörðinn fagra. Það er ekki hægt að lýsa því í orðum hversu gullfalleg náttúran er og hve auðvelt er að komast í algjöra núvitund, jafnvægi og vellíðan. Fegurðin & töfrarnir eru allsstaðar í kring. Þarna fæ ég alltaf bestu hugmyndirnar, kemst í besta sköpunarflæðið og næ svo skýrri tengingu við sjálfa mig. Ég fer alltaf endurnærð til baka og það er alltaf jafn erfitt að fara, sama hversu lengi ég er í einu.

Það hefur því lengi verið draumur hjá mér að halda helgarnámskeið á Borgarfirði Eystri til þess að gefa fleirum tækifæri til að upplifa töfrana og fylla á tankinn sinn. Í samvinnu við Blábjörg Resort kynni ég því með stolti vellíðunarhelgi á Borgarfirði Eystra þann 5-7. maí. Blábjörg er nýbúið að reisa nýja gistiálmu sem er með lúxusherbergi við sjóinn, þar er gullfallegt spa og pottar. Svo ekki sé minnst á hversu góður maturinn er hjá þeim en um þessa helgi verður sérsniðinn matseðill fyrir hópinn þar sem að gæði & hreinleiki verður haft í fyrirrúmi. Allur maturinn yfir helgina verður plöntumiðaður auk þess að vera laus við bæði unna sætu og glúten.

Yfir helgina verður fókusinn settur á að hjálpa þér að endurnæra líkama & sál á mest töfrandi stað landsins. Einnig mun ég hjálpa þér að taka töfrana með þér heim í þitt daglega amstur með því að gefa þér innsýn, hvatningu, kraft og tól til þess að hlúa svo ennþá betur að þér þegar að þú snýrð aftur heim að helgi lokinni. Ég mun fræða þig um heilbrigðan lífsstíl, gefa þér tól til þess að hlúa betur að andlegri heilsu og róa taugakerfið. Allt til þess að þú munir upplifa meira jafnvægi, bæta heilsuna og finna fyrir meiri vellíðan.

Dagskrá

Föstudagurinn 5. maí

 • 15:00 – 16:00 Herbergisinnritun
 • 16:30 Náttúruhugleiðsla og jóga (ef veður leyfir – annars innandyra)
 • 19:00 Kvöldmatur
 • 20:00 Hugleiðsluhringur + afhending vinnuheftis
 • 21:00 Yoga nidra

Laugardagurinn 6. maí

 • 8-9 Morgunmatur
 • 9:00 Skrifað í þögn
  Skrifað í vinnuhefti námskeiðsins
 • 9:30 Morgunjóga
 • 10:30 Lífsstílsfræðsla
 • 12:00 Hádegismatur
 • 14:00 Náttúruganga í núvitund
 • 17:00 Spa
 • 19:00 Kvöldmatur
 • 20:00 Hugleiðsluhringur
 • 21:00 Yoga nidra

Sunnudagurinn 7. maí

 • 8-9 Morgunmatur
 • 9:00 Skrifað í þögn
  Skrifað í vinnuhefti námskeiðsins
 • 9:30 Morgunjóga
 • 10:30 Sturta & Stimpla sig út af Blábjörgu
 • 11:30 Hádegismatur
 • 12:30 Hugleiðsluhringur & yoga nidra
 • 14:00 Heimferð

Helgarpakki

Eftirfarandi gistingarmöguleikar eru í boði:

Deluxe herbergi með sér baði

 • Eins manns herbergi: 106.140 kr
 • Tveggja manna herbergi: 86.220 kr

Stúdíóíbúð (Svefnpláss fyrir 2-3 manns)

 • Ef 3 deila íbúð: 82.780 kr á mann
 • Ef 2 deila íbúð: 91.020 kr á mann

Hvað er innifalið í ofantöldu verði?

 • 2 x morgunmatur
 • 2 x hádegismatur
 • 2 x kvöldmatur
 • Te, ávextir, nasl
 • 2 nætur í gistingu
 • Aðgangur að spa
 • 2 x Jóga á dag
 • Dagleg náttúruhleðsla
 • 2 fyrirlestrar um lífsstíl og jafnvægi
 • 2 hugleiðsluhringir
 • Vinnuhefti fyrir alla námskeiðshelgina

Fyrir heimamenn er auðvitað í boði að taka þátt í helginni og er þá verðið án gistingar en með mat & spa 59.900 kr

Fyrir skráningu og ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að senda á mig línu á anna@heilsaogvellidan.com.