Ég er alltaf mjög glöð þegar að ég á nóg af millimálum í skápunum hjá mér, þess vegna tek ég mig oft til og undirbý helling í eldhúsinu til að eiga fyrir komandi viku. Þetta bragðgóða hrökkkex er algjör snilld til að eiga t.d. með uppáhalds hummusnum manns eða bara hverju sem er í rauninni. Ég á ekki allan heiður að uppskriftinni en upprunalega uppskriftin kemur frá blogginu minimalistbaker.com. Þar er mjög margt sniðugt að skoða og sérstaklega mikið af glútenlausum uppskriftum.
Glútenlaust hrökkkex
- 150g bókhveiti
- 50 g möndlumjöl
- 1 tsk oregano
- 3 msk næringarger
- 15 g möluð hörfræ
- 1/2 tsk salt
- 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
- 1/4 hvítlauksgeiri
- 150 ml vatn
- 50 ml kaldpressuð ólífuolía
- Byrjaðu á því að setja þurrefnin saman & að mala hörfræin í kaffikvörn þar til þau verða að dufti.
- Því næst skal þú bæta restinni að innihaldsefnunum saman við og hræra vel saman, sniðugt er að gera þetta í matvinnsluvél eða með sleif.
- Settu deigið á plötu með bökunarpappír og settu svo annan bökunarpappír ofan á. Notaðu kökukefli og flettu deigið út.
- Skerðu út fyrir hrökkkexinu með því að rúlla með pizzahníf í gegnum deigið svo úr verði ferningar.
- Bakaðu við 180°C á blæstri í 15- 20 mínútur eða þar til þetta er orðið fallega gullinbrúnt að lit.
Þú getur leikið þér eins og þú vilt með þessa uppskrift og t.d. sett ferskar kryddjurtir í það, uppáhaldsfræin þín eða þitt uppáhaldskrydd. Uppskriftin er mjög hlutlaus einmitt til að maður getur leikið sér með hana og notað það sem maður á hverju sinni.
No Comments