Áttu erfitt með að ráða við matarlanganir þínar og færð óstjórnlega löngun í ákveðnar matvörur? Ástæðan gæti verið að eitthvað sé að angra þig andlega án þess að þú gerir þér kannski grein fyrir því. Það þarf ekki einu sinni að vera að löngunin sé í sælgæti, gæti þess vegna verið t.d. í hnetur eða mjólkurvörur. Oft liggur eitthvað að baki þegar maður hefur óstjórnlega löngun í ákveðnar matvörur. Miklar líkur eru á að maður sé að reyna að hylma yfir andlega…
Samfélag okkar er rosalega lyfjasinnað að mínu mati. Mörgum landsmönnum finnst sjálfsagt að fæla í burt verki, hvort sem þeir eru andlegir eða líkamlegir, með lyfjum. Það er óneitanlega erfitt að lifa lífinu til fulls með krónískum verkjum og í svoleiðis ástandi er erfitt að fara jákvæður í gegnum lífið. Enn á sama tíma geta andlegir og líkamlegir verkir verið mikilvæg skilaboð til okkar um að vera vakandi fyrir því sem er að gerast í líkama okkar. Verkir eru að…
Það er mikið fagnaðarefni hvað það hefur orðin mikil vitundarvakning hvað andlega kvilla varðar í samfélaginu. Það á engin að þurfa að skammast sín fyrir að líða illa andlega enda er það alls ekkert til að skammast sín fyrir. Það á ekki að vera neitt feimnismál að vera kvíðin eða þunglyndur, ekki frekar en að vera fótbrotinn. Því fleiri sem koma fram og tjá sig um andleg veikindi, því færri skammast sín fyrir þau og þau verða minna feimnismál í samfélaginu.…