Vefverslun

Rafræn uppskriftabók

00000

Rafræn uppskriftabók 00000

Hér er ég búin að setja saman vandaða uppskriftabók með mínum uppáhalds uppskriftum í augnablikinu. Ég gerði þessa uppskriftabók með það í huga að sýna fólki nákvæmlega hvað það er sem ég borða. Hér færð þú hugmyndir af því hvað þú getur fengið þér að borða yfir daginn og einnig er fullt af uppskriftum sem hjálpa þér að njóta allskyns góðgætis áfram en á hollari máta. Þú getur innleitt allar þessar uppskriftir inn í þína daglegu rútínu og hollt mataræði verður því auðveldlega partur af þínum lífsstíl. Það að ætla að breyta mataræðinu á einni nóttu er þó mjög óraunhæft og því ólíklegt að þær breytingar verði varanlegar. Því hvet ég þig til þess að prufa eina uppskrift í einu og innleiða þær hægt og rólega inn í þína dagsrútínu og lífsstíl.

Uppskriftabókin kemur í pdf. formi og er því auðvelt að skoða hana í hvaða tæki sem er eða að prenta hana út. Þú hefur aðeins 72 klst. til að hlaða bókinni niður og getur aðeins ýtt tvisvar sinnum á niðurhalslinkinn. Uppskriftirnar hannaði ég allar sjálf og lagði ég mikla vinnu í þær, mér þætti því vænt um að þú deilir bókinni ekki með öðrum.


ISK2200 In stock
Rafræn uppskriftabók Rafræn uppskriftabók Rafræn uppskriftabók Rafræn uppskriftabók Rafræn uppskriftabók Rafræn uppskriftabók
 

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér