Uncategorized

Vilt þú vinna gæðamiklar vörur í jólabaksturinn?

23. nóvember, 2017
Í samstarfi við heilsu ætla ég að gefa mínar uppáhaldsvörur sem að munu nýtast vel í jólabakstrinum. Ég veit hversu kostnaðarsamt(en samt alltaf þess virði) það getur verið að búa til sitt eigið góðgæti úr gæðahráefnum og langaði mig því að gleðja einhvern þarna úti með þessum flottu vörum.
Vörurnar sem við erum að tala um eru:
 • Lífrænt haframjöl frá Sólgæti
  Það er hægt að leika sér endalaust með haframjöl! Þú getur útbúið hafragraut, hafrakúlursmákökur og hráköku svo dæmi sé nefnt.
 • Lífrænar kasjúhnetur frá Sólgæti
  Fullkomnar til að narta í yfir daginn þó að þær endi oftast í einhverju góðgæti hjá mér. Þær eru tilvaldar í hrákökuna, sörurnar, sýrða rjómann og í jógúrtið.
 • Lífrænar heslihnetur frá Sólgæti
  Þær eru tilvaldar í þessar gómsætu heslihnetutrufflur sem væri sko alls ekki dónanlegt að eiga til í frystinum yfir jólahátíðina.
 • Lífrænn kókossykur frá Sólgæti
  Þennan kókossykur nota ég t.d. til að gera karamellusósu, sörur, smákökur og granóla.
 • Lífræn kókosolía frá Sólgæti
  Það eru endalausir möguleikar með kókosolíu. Þú getur t.d. notað hana á húðina, á pönnuna til steikingar, í baksturinn, í hráfæðiskonfekt og í hrákökur.
 • Lífrænar döðlur frá Sólgæti
  Þessar döðlur eru nú bara sælgæti einar og sér. En þær eru tilvaldar í hafragrautinn, í botninn á hráköku, súkkulaðihúðar & möndlufylltar og í hafrakúlur.
 • Hrákakó frá Raw C.C.
  Hvort sem ég er að gera hrásúkkulaði, heitt súkkulaði, hráköku eða annað góðgæti, þá er þetta hrákakó það allra besta. Það er allt öðruvísi að nota hrákakó heldur en hefðbundið kakó, það er bragðbetra og inniheldur mun meira af vítamínum og næringarefnum.
 • Lífrænt hlynsíróp frá Bio Zentrale
  Snilldin við hlynsíróp er að maður þarf svo örlítið þegar maður notar það svo að flaskan dugir manni lengi. Tilvalið í allskyns vegan góðgæti.
 • Lífrænt vanilluduft frá Sonnentor
  Þetta er skyldueign upp í skáp. Ég nota vanilluduftið mjög mikið í allskyns bakstur, hrákökur, hrásúkkulaði, þeytinga, hafragrautinn, chiagrautinn og möndlumjólkina sem dæmi.
 • Lífrænt gróft hnetusmjör frá Whole Earth
  Besta hnetusmjör sem ég hef smakkað, fullkomið í hrásúkkulaðið eða sem álegg. Ég stelst meira að segja stundum til að borða það eintómt, ekki segja neinum samt.
Þetta eru allt algjörar lúxusvörur og getur þú útbúið hið mesta jólagóðgæti úr þeim. Ég nota þessar vörur mjög mikið í uppskriftir hjá mér og verður þú ekki lengi að finna það sem að þig langar að útbúa. Það eru líka fullt af girnilegum uppskriftum væntanlegar frá mér í desember svo alls ekki missa af þeim.

Verður heppnin með þér að vinna þessar veglegu vörur?

Það sem þú þarft að gera til að taka þátt:

 1. Líka við facebook síðu mína; Heilsa og Vellíðan.

 2. Líka við facebook síðu heilsu; Heilsa.

 3. Merkja þá manneskju sem fær að njóta jólabakstursins með þér í kommenta á tengil þessarar færslur á facebooksíðu minni, Heilsa og Vellíðan.

Ég dreg þann heppna út úr leiknum 1.desember.

Vörurnar finnur þú allar í Heilsuhúsinu.

                                                             Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply