Uncategorized

Verður þessi ilmolíulampi þinn?

7. desember, 2017

Þar sem að síðasti leikur fékk svo frábærar viðtökur þá hef ég ákveðið í samstarfi við heilsu að koma öðrum leik í gang. Að þessu sinni verður þessi stórkostlegi ilmolíulampi ásamt dásamlegri ilmkjarnaolíu frá Sonnentor í verðlaun. En þetta er hin fullkomna jólagjöf að mínu mati.

Ilmolíulampinn heitir Leo og er frá merkinu Naeo, en mér finnst hann afar stílhreinn og fallegur. Það er hægt að nota ilmolíulampa á margan hátt en máttur ilmkjarnaolía er mjög mikill við bæði líkamlegum og andlegum kvillum. Ég hef sjálf notað ilmkjarnaolíur til að hjálpa mér að slaka á, vakna, við ógleði og við flensu sem dæmi. Einnig elska ég að setja góða lykt í lampann minn þegar að ég er búin að þrífa, þar sem að ég nota ekki þrifvörur með sterkum ilmefnum.

Ilmkjarnaolíurnar frá Sonnentor eru lífrænar og eru framleiddar án allra tilbúinna aukefna. Mér finnst blöndurnar frá Sonnentor æði og er auðvelt að finna eitthvað sem að hentar manni. Hvort sem það er til þess að slaka á, hressa sig við, einbeita sér eða bara til þess að líða almennt vel. Það er líka tilvalið að lauma svona blöndu í jólapakkann. En ilmkjarnaolían sem verður í verðlaun ásamt ilmolíulampanum er slökunarblandan frá Sonnentor. Hún er mjög góð til þess að hjálpa manni að slaka betur á líkama og sál. Og það er eitthvað sem að við öll þurfum að halda á í desembermánuði þegar við erum öll á þeytingi og hausinn okkar er á milljón.

Það sem þú þarft að gera til að taka þátt:

  1. Líka við facebook síðu mína; Heilsa og Vellíðan.

  2. Líka við facebook síðu heilsu; Heilsa.

  3. Líka við þessa færslu þar sem hún birtist á síðu Heilsu og Vellíðan og deila henni

Ég dreg þann heppna út úr leiknum föstudaginn 15.desember.

Vörurnar finnur þú í verslunum heilsuhússins og á heilsuhusid.is. 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply