Mín stærsta ástríða er að hvetja fólk til þess að sýna sér meiri mýkt og að hlúa betur að sér á heildrænan máta. Því að sá tími, orka og ást sem við gefum sjálfum okkur, er besta fjárfesting sem við gerum í lífinu. En til þess að geta gert það þarf að skoða grunninn; sambandið sem að þú átt við þig. Sannleikurinn er sá að ef þú ert ekki í tengingu við þig og finnst erfitt að vita hvað þú vilt, hvað þú þarft á að halda og hvernig þú getur stutt sem best við þig - þá er erfitt fyrir þig að blómstra til fulls í lífinu. Því betra sambandi sem þú átt í við þig, því kraftmeiri, ótakmarkandi og meira blómstrandi ert þú í þér. Þá ertu þægilegri í þér, ert öruggari í samskiptum við annað fólk, ert tengdari því sem þig langar að gera í lífinu og þorir að sækja það. Þetta netnámskeið inniheldur skotheld tól og fróðleik til að þú getir byrjað strax að eiga í dýpra, nánara og kærleiksríkara sambandi við þig.
Fyrirkomulag námskeiðsins er einfalt:
Fróðleikur á myndbandaformi Ég fer yfir það í fróðleiksmyndböndum af hverju það er svona eftirsóknavert að byggja upp þetta dýrmæta samband sem maður á við sjálfan sig og hvernig maður getur gert það. Næsta kafli opnast þegar að þú hefur lokið við þann fyrri.
Hugleiðslur sem hljóðskrár Þú hleður niður upptökunni og getur hlustað á hana eins oft og þú vilt í símanum þínum.
Spurningaskjöl
Spurningar til þín til að kafa dýpra ofan í efni námskeiðsins og endurspeglað þig betur í því. Þessi skjöl átt þú bara fyrir þig.
Námskeiðið gerir þú á þínum hraða hvenær & hvar sem er í heiminum.
Þetta námskeið er fyrir alla, óháð kyni. Það hjálpar þér að:
Skilja mikilvægi þess að rækta samband þitt við þig.
Læra hvernig þú getur ræktað samband þitt við þig með einföldum skrefum.
Læra hvernig þú getur tengst þér og tilfinningum þínum dýpra á öruggan hátt.
Læra hvernig þú getur sýnt þér meira sjálfsmildi og sjálfskærleik.
Læra hvernig þú getur notið betur einveru þinnar.
Læra hvernig þú getur orðið öruggari í sjálf-ri/um þér og minna háð öðrum.
Læra hvernig þú getur tekist betur á við önnur sambönd.
Vita betur hvað það er sem þig virkilega langar að gera í lífinu.
Öðlast hugrekkið til að gera það sem þú vilt, óháð skoðunum annara.