Vefverslun

Netnámskeiðið Hollt gert einfalt

00005
ISK22.222
Á lager
1
Vörulýsing

Hollt mataræði þarf alls ekki að vera flókið, tímafrekt né bragðvont. Ávinningurinn af því að innleiða holla fæðu inn í lífsstílinn þinn og þeirra sem standa þér næst - er gífurlegur. Það hvað þú velur að setja á diskinn þinn hefur mikið að segja um hversu mikla lífsgleði þú finnur fyrir, hve mikilli orku þú býrð yfir og hvernig þér líður á bæði líkama og sál. Einnig getur það að velja sér heilsubætandi fæðu minnkað líkurnar á lífsstílstengdum sjúkdómum. Að því sögðu, langar mig svo innilega að kenna þér að útbúa holla fæðu á einfaldan og fljótlegastan hátt.

Netnámskeið hollt gert einfalt er fyrir alla þá sem vilja læra að útbúa holla fæðu á einfaldan en girnilegan máta. Netnámskeiðið inniheldur 19 uppskriftarmyndbönd með góðum útskýringum og fræðslu. Ég kenni þér að útbúa fæðu fyrir allar máltíðir dagsins en geri það á sem einfaldastan hátt úr fáum innihaldsefnum. Einnig eru nokkur fræðslumyndbönd um hollt mataræði og hvernig má innleiða það auðveldlega í sinn lífsstíl. Allar uppskriftirnar eru vel barnvænar og eiga það sameigilegt að vera plöntumiðaðar ásamt því að vera lausar við glúten og unna sætu.

Vista þessa vöru