Vefverslun

Þerapían Lærðu að elska þig

00003
ISK216.000
Á lager
1
Vörulýsing

Ég hef kennt þerapíuna Lærðu að elska þig síðan árið 2016, en þessi þerapía gjörbreytti lífi mínu algjörlega þegar að ég fór í gegnum hana sjálf á sínum tíma. Ég skildi loksins hver ég væri, áttaði mig á því hvað mig langaði virkilega að gera í lífinu og styrkinn til þess að gera það. Það sem að er svo einstakt við þessa þerapíu er að það er fyrirfram planaður fróðleikur í hverjum tíma og ég sendi kúnnan svo heim með verkefni sem hann gerir í 3 vikur þar til við hittumst næst. Á milli tíma hefur kúnninn svo alltaf skriflegan aðgang að mér og mínum verndarvæng.

Þerapían Lærðu að elska þig samanstendur af 12 tímum í heildina, þeir fara fram á 3 vikna fresti og er hver tími 90 mínútur. Þetta er því u.þ.b. 9-10 mánaða ferðalag þar sem að fólk fer alla leið í að vinna í andlegu heilsunni, styrkja hana og lærir að hlúa betur að sér. Að þerapíu lokinni er fólk öruggara í sér, kann að sýna sér meira sjálfsmildi en einnig er það búið að læra að tækla fólkið og aðstæður í umherfinu á allt annan máta. Rúsínan við þetta allt saman er svo að fólk er miklu kraftmeira í sér og þorir loksins að lifa lífinu eins og það vill. Elta draumana sína og hættir að standa í veginum fyrir sjálfu sér.

Í tímunum myndast gott flæði til að endurspegla, ræða og betrumbæta lífið þitt eins og það er í dag. Ég gef þér tól sem að hjálpa þér að komast í betra jafnvægi og hlúa sem best að þér á meðan á þerapíunni stendur. Þessir tímar eru öruggt rými fyrir þig til þess að tjá þig um allt sem þig langar, að vera séð/ur og heyrð/ur.

Umsagnir frá kúnnunum mínum ásamt meiri fróðleik um þerapíuna er á þessum hlekk hér.

Hver 90 mín tími í þerapíunni kostar 20.000 kr 

Hagstæðast er að staðgreiða alla tímana en það er að sjálfsögðu möguleiki að borga eftir hvern tíma eða skipta öllu heildarverðinu niður á x mánuði.

Þér er velkomið að hafa samband við mig á anna@heilsaogvellidan.com fyrir spurningar um greiðsludreifingu, til að bóka tíma og/eða hefur einhverjar spurningar.

Vista þessa vöru