Njóttu Millimála

Chia-hrökkbrauð

Það er kjörið að nýta helgarnar í matarundirbúning fyrir komandi vinnuviku. Bara það að eiga hrökkbrauð á lager bjargar strax heilmiklu í annríki dagsins. Þetta hrökkbrauð tekur enga stund að gera, ég hrærði þessu saman í skál í gærkvöldi og inn í ofn. Síðan skar ég þetta í sneiðar í morgunsárið. Maður þarf ekkert að vera sveittur í eldhúsinu allan daginn þó maður lifi heilbrigðum lífsstíl. Það þarf varla að taka það fram að hrökkbrauðið er glútenlaust, gerlaust, mjólkurlaust og sykurlaust. Það er því ótrúlega gott í mallakútinn. Hrökkbrauðið er svipað chia-pizzabotninum sem ég geri oft, ákvað bara aðeins að breyta til og setja aðrar hnetur og fræ en ég geri vanalega. Þú getur sett það sem þér dettur í hug af fræjum, hnetum og kryddi. Endilega láttu hugann reika.

Chia-hrökkbrauð

  • ¾ bolli Chia-fræ
  • 2 ¼ bolli Vatn
  • 9 msk Quinoamjöl/Bókhveiti/Kókoshveiti
  • 3 msk Valhnetur
  • 3 msk Hörfræ
  • 6msk Graskersfræ
  • 3 tsk Oreganó
  • 3 tsk Salt
  1. Byrjaðu á því að setja chia-fræin og vatnið saman í skál, hrærðu aðeins. Á meðan þetta verður að geli skaltu saxa hneturnar og fræin.
  2. Þegar chia-vatnsblandan er orðin gelkennd skaltu blanda restinni af innihaldsefnunum út í og hrærðu vel.
  3. Settu bökunarpappír á ofnplötu. Makaðu deginu á plötuna með sleif og hafðu það í þeirri þykkt sem þú kýst. Botninn lyftir sér ekki, ég hafði þetta ca. 1/2 cm hjá mér.
  4. Bakaðu í 40-45 mín á 180°C.
  5. Kældu og skerðu svo í heppilegar sneiðar. Ég myndi taka frá þann hluta sem þú áætlar að nota næstu 3 daga og frysta restina. Gott er að geyma hrökkbrauðið í loftþéttri krukku.

DSC04068
Þetta hrökkbrauð er sjúklega gott með avacado, salti og pipar. En auðvitað passar það með öllu því sem þér dettur í hug, það er crunchy og gott. DSC04057
Verði þér að góðu og eigðu góða helgi.

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply