Njóttu Millimála

Sumarlegur sólarþeytingur

Með auknum hita og meiri sól þá verð ég að deila með ykkur uppskrift af sumarlegum sólarþeytingi sem að ég er farin að gera reglulega oft heima. Bæði á gráum dögum sem og sólardögum; þá færir þessi sumarlegi þeytingur mér aukna sól í hjarta.

Það er svo nærandi fyrir bæði líkama og sál að útbúa sér næringarríka og fallega fæðu sem að lætur mann bókstaflega dansa um af gleði. Heilnæm fæða hefur nefnilega þann töfrandi mátt að láta okkur líða stórkostlega bæði andlega og líkamlega. Það er svo magnað að finna virkilega fyrir þessum mætti á bæði líkama og sál.

Í þennan þeyting notaði ég gula curcumin duftið sem að gerir þennan þeyting ennþá gulari en einnig svo miklu mýkri. Þeytingurinn er alveg silkimjúkur og curcumin bragðið kemur svo vel út með öllum hinum hráefnunum. En curcumin er s.s. virka efnið í túrmerik og hefur m.a. þann mátt að minnka bólgur í líkamanum. Einnig inniheldur drykkurinn ferskt engifer sem að er mjög gott til að hlúa vel að ónæmiskerfinu og koma í veg fyrir allskyns pestir og óþarfa.

Sumarlegur sólarþeytingur

  • 4 dl frosið mangó
  • 4 dl frosinn ananas
  • 1-2 cm lífrænt engifer
  • 1/2 lífræn sítróna (börkur + safi)
  • 1 dl vatn
  • 3 msk kókosþykkni (þykki parturinn af kókosmjólk)
  • 1 tsk curcumin frá tropic.is

Skelltu öllum innihaldsefnunum saman í blandara. Það getur þurft smá þolinmæði að koma þessu af stað og allt í lagi að leyfa frosnu ávöxtunum að þiðna örlítið áður en þú keyrir þetta í gang.

Njóttu svo með kókosmjöli og jafnvel frosnum hinberjum. Þau setja alveg punktinn yfir i-ið.

Ég er búin að vera að prufa ofurfæðuduftin frá Rawnice sem að fást hjá fallegu versluninni tropic.is. Ég nota þessi duft til þess að auka næringargildið í þeytingum og ávaxtaís. Öll duftin sem ég hef verið að prufa færa svo því sem ég er að útbúa fallega liti og allt er þetta eitthvað sem að er stútfullt af vítamínum og næringarefnum. Þetta eru mjög flottar vörur sem að ég mæli svo innilega með frá hjartanu. En ég mæli með að kíkja á verslunina hjá tropic til að skoða fallega vöruúrvalið þar. En allar vörurnar eiga það semeiglegt að styðja mann í því að hlúa betur að sjálfum sér og móður jörð.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply