Janúar mánuður getur verið mörgum erfiður hér á landi. Jólin eru tekin niður og öll björtu jólaljósin eru sett ofan í kassa. Desember er mikill samverumánuður og getur janúar verið ákveðin skellur sem inniheldur gjarnan tómleika og depurð. Það er myrkur meiripart dagsins og er það heitasta ósk margra að skella sér til sólarlanda á þessum tíma. Þó ég viti hvað ég þarf að gera til að vera í jafnvægi þá geta komið dagar eða jafnvel tímabil þar sem ég er…
Desembermánuður einkennist oft af miklum hraða og ætlar maður sér stundum fullmikið fyrir jólin. Maður er á hlaupum milli allskyns hittinga eins og t.d. jólahlaðborða, vinahittinga og jólaboða. Þess á milli eru jólagjafirnar græjaðar, jólakortin skrifuð, smákökurnar bakaðar, jólahreingerningin framkvæmd og ýmislegt fleira sem snýr að undirbúningi og hefðum jólanna. Hlúðu að sjálf-ri/um þér Stress og kvíði geta náð yfirhöndinni þegar maður er mikið á hlaupum og er mikilvægt að koma í veg fyrir það. Það ert þú sem ert…
Tilfinningar, hugsanir og hvernig þú talar hefur miklu meiri áhrif á líf þitt en þú heldur. Í hvert skipti sem þú talar, hugsar eða hefur tilfinningar um eitthvað, þá festist það betur í vöðva- og vefjaminni líkamans. Undirmeðvitund þín gerir engan greinarmun á því þegar þú ert að hugsa um eitthvað eða þegar þú upplifir eitthvað í raunveruleikanum. Margir hafa djúpa tilfinningu fyrir að ekki eiga skilið né vera þess virði að vera heilsuhraustir, líða líkamlega vel, komast í rétta…
Þegar maður eldar kvöldmatinn notar maður ekki hráefni úr ruslinu síðan í gær. Það sama gildir um hugsunarháttinn. Það sem fer í gegnum hug manns í dag á heldur ekki að vera eitthvað úr ruslinu síðan í gær. Það sem áður var er liðið og það þýðir ekki að velta sér upp úr því núna. Lifir þú í fortíðinni og veltir þér upp úr gömlum hlutum, áföllum eða erfiðari lífsreynslu? Kemur upp reiði og biturleiki þegar þú hugsar um þessa reynslu?…
Hér áður fyrr voru þeir sem sóttu sér sálfræðiaðstoð taldir alvarlega veikir andlega. Í dag er sem betur fer viðhorfið annað. Fólk er óhræddara við að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi eða þerapista. Fólk leitar sér t.d. aðstoðar vegna hjónabandserfiðleika, kvíða, þunglyndis, fjölskylduerfiðleika eða áfalla sem það hefur orðið fyrir í lífinu. Það er gríðarlega mikilvægt að vinna að rót vandans og bæla vandamálið ekki niður með lyfjum. Það þarf heldur alls ekki að vera neitt að angra mann til…
Það er rosalega mikil útlitsdýrkun í samfélaginu í dag og fer hún sívaxandi. Samfélagsmiðlar ýta mikið undir þetta þar sem við birtum gjarnan lífið í algjörri glansmynd. Ósjálfrátt fer maður að bera sig saman við aðra og í leiðinni að rakka sjálfan sig niður. Fínpússaðar stórstjörnur eru oft fyrirmyndir unglinga og vilja þau vera jafn þvengmjó og glæsileg eins og stjörnurnar birtast í tónlistarmyndböndum, kvikmyndum og fjölmiðlum. Það er fljótt að komast í fréttirnar ef það hefur náðst mynd af stórstjörnu…
Eins og ég hef talað um áður er ekki síður mikilvægt að vinna í andlegu hliðinni og þeirri líkamlegu. Vissir þú að líkamlegir kvillar geta minnkað og jafnvel horfið alveg einungis með því að taka til í höfðinu á sér og hugsa rétt? Nú er ég búin að vera í 1 og ½ ár í þerapíunni ,,Lærðu að elska sjálfa/n þig’’ hjá þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur. Ósk mun sennilega aldrei losna við mig því það er svo upplífgandi að tala við…
Það er mikilvægt að taka ekki hluti með sér inn í nýja árið sem hafa dregið þig niður á því liðna. Það er ýmislegt sem er mikilvægt að hafa í huga og gott er að gera árið upp áður en nýja árið kemur. Atriði sem gott er að hafa í huga eru t.d.: Hvað lærði ég á sjálfri mér á þessu ári? Hvað get ég gert betur á því næsta? Ef þú ert reið/ur út í einhverja manneskju er mikilvægt…