Stikkorð

Lífrænar snyrtivörur

Elskaðu Húðina

Snyrtibuddan mín

20. mars, 2016

Ég veit það af eigin reynslu að það er erfitt að finna lífrænar og hreinar snyrtivörur sem henta manni vel. Þegar ég vel mér snyrtivörur finnst mér mjög mikilvægt að þær innihaldi fá innihaldsefni og helst vil ég þekkja þau öll. Eins vil ég helst hafa þessi fáu innihaldsefni lífræn. Ég vil bókstaflega hafa snyrtivörurnar mínar það hreinar að ég gæti borðað þær. Húðin er stærsta líffæri mannsins og það sem þú setur á hana fer beint inn í blóðrásina…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

Skin2skin burstinn frá RMS Beauty

19. desember, 2015

Ég er algjörlega heilluð af vörunum frá RMS beauty og nota þær á hverjum degi. Þessar vörur eru hreinar og lausar við öll þau eiturefni sem leynast gjarnan í snyrtivörum. Það sem ég elska mest við þær eru að þær innihalda svo fá innihaldsefni og þekkir maður þau öll. Ég er hægt og rólega að bæta í safnið og hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum hingað til. Mér finnst andlitsfarðin ”Un” cover-up algjör snilld og notaði ég hann fyrst með…

Lesa meira

Elskaðu

Er naglalakkið þitt að valda þér hormónatruflunum?

29. október, 2015

Fyrstu kynni mín af snyrtivörum voru klárlega að fara í naglalökkun til ömmu minnar og nöfnu þegar ég var yngri. Það var alltaf voðalega fullorðins og spennandi að koma heim með fallegar rauðar neglur. Ég hef síðan gert það sama við litlu frænku mína og haft gaman af. Nýverið hef ég hinsvegar mikið verið að hugsa út í hvað er í raun og veru í naglalökkunum okkar og hvort þau séu okkur skaðlaus. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var af EWG (Environmental…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

RMS Beauty: Lífrænar snyrtivörur sem koma á óvart.

22. mars, 2015

Upp á síðkastið hef ég verið að fá hálfgerð ofnæmisviðbrögð við snyrtivörum. Ég varð þurr og glansandi í augunum, rauð og mig hálfverkjaði í augun. Það var sama hvaða snyrtivörur ég setti á mig, Benecos, Dr. Hauschka, Kanebo, Mac og fl. þau ollu öll sömu viðbrögðunum hjá mér. Ef ég var að fara eitthvað fínt var það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim að þrífa af mér málninguna. Ég var ennþá þurr, verkjuð og glansandi í augunum næsta…

Lesa meira

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér