Njóttu Millimála

Hummus sem færir manni sól í hjarta

7. apríl, 2016

Það er ótrúlega gaman að búa sér til hummus til að eiga á heimabakaða brauðið eða jafnvel heimabakaða hrökkbrauðið. Það eru endalausir möguleikar í hummusgerðinni sem er algjör snilld. Auðvelt er að gera hummusinn að sínu og nota þau hráefni sem eru til hverju sinni. Það er einmitt það sem ég gerði núna, notaði það sem var til í ísskápnum og það kom svo vel út að ég ætla að deila uppskriftinni með þér. Þessi hummus er einstaklega bragðgóður og virkilega fallegur á litinn sem skemmir sko ekki fyrir.

Sólskinshummus

 1. Taktu 3 msk af kjúklingabaunavökvanum og settu í matvinnsluvélina/blandarann.
 2. Skelltu kjúklingabaununum í sigti og skolaðu þær.
 3. Settu öll innihaldsefnin í matvinnsluvél/blandara.
 4. Blandaðu þangað til að þetta er vel blandað saman og það er komin flott áferð á hummusinn.
 5. Settu hummusin í krukku og geymdu hann í kæli.

2015-12-28 16.02.03

Það er svo lítið mál að útbúa sinn eigin hummus og tekur það enga stund. Ég hvet þig eindregið til að prófa og ekki hika við að gera hann að þínu með því að nota uppáhaldshráefnin þín.

Njóttu vel!

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply Berglind 3. júlí, 2016 at 16:45

  hvad endist svona dasemd lengi i isskap? 🙂

  • Reply heilsaogvellidan 7. júlí, 2016 at 09:41

   Sæl Berglind,

   Alveg í 5 daga í ísskáp í loftþéttri glerkrukku myndi ég segja, þó það hafi ekki reynt á það hjá okkur. Hann hefur alltaf klárast fljótt.

  Leave a Reply