Elskaðu Húðina

Snyrtibuddan mín

20. mars, 2016

Ég veit það af eigin reynslu að það er erfitt að finna lífrænar og hreinar snyrtivörur sem henta manni vel. Þegar ég vel mér snyrtivörur finnst mér mjög mikilvægt að þær innihaldi fá innihaldsefni og helst vil ég þekkja þau öll. Eins vil ég helst hafa þessi fáu innihaldsefni lífræn. Ég vil bókstaflega hafa snyrtivörurnar mínar það hreinar að ég gæti borðað þær.

Húðin er stærsta líffæri mannsins og það sem þú setur á hana fer beint inn í blóðrásina og hefur þ.a.l. áhrif á líkamsstarfsemina þína. Það er greið leið fyrir kemísku efnin beint úr snyrtivörum og inn í líkama þinn. Það sem þú berð á húðina áttu því alveg eins að geta borðað. Það er meira að segja verra fyrir líkamann að setja eitrið á húðina heldur en að borða það. Við meltum matinn áður en hann fer í blóðrásina en snyrtivörur fara beinustu leið úr húðinni yfir í blóðrásina.

Það er því ekki nóg fyrir mig að það sé tekið fram framan á umbúðum að snyrtivaran sé lífræn eða náttúruleg. Það hefur enga merkingu fyrir mér því að það segir mér ekkert til um hvað sé í vörunni. Ég les því ávallt á innihaldslýsinguna til að sjá hvað er í henni og ef hún er full af efnum sem ég þekki ekki og gæti ekki hugsað mér að borða kaupi ég hana ekki. Meira um mikilvægi hreinna snyrtivara hér.

Mig langar að deila með þér hvaða vörur ég nota í dag sem mér finnst virka mjög vel og mæli því heilshugar með. Ég tek það fram að þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt og hef ég keypt allar þessar vörur sjálf.

SW. Basics vörurnar

Ég keypti vörurnar í þessari krúttlegu ferðastærð til þess að geta prufað þær áður en ég myndi kaupa þær í fullri stærð. Næst mun ég klárlega panta allt í fullri stærð.

Ég keypti vörurnar í þessari krúttlegu ferðastærð til þess að geta prufað þær áður en ég myndi kaupa þær í fullri stærð. Næst mun ég klárlega panta allt í fullri stærð.

Sw. basics vörurnar leggja mikið upp úr því að hafa fá og gæðamikil innihaldsefni. Ég elska hvað maður þekkir flest allt sem er í vörunum hjá þeim og er það margt eitthvað sem maður á jafnvel í eldhúsinu hjá sér. Þær vörur sem ég á frá SW. basics og held mikið upp á eru:

  • Málningarhreinsir sem að er gerður úr lífrænni möndluolíu, lífrænni jojoba olíu og lífrænni ólífuolíu. Það er ekki flóknara en það. Ég þríf maskara og annan farða af með málningarhreinsinum og virkar hann mjög vel.
  • Andlitshreinsir sem að inniheldur aðeins 3 innihaldsefni líkt og málningarhreinsirinn. Ég þríf andlitið með honum eftir að ég hef tekið af mér málninguna á kvöldin eða þegar ég vakna á morgnanna.
  • Andlistvatn sem ég set á mig eftir að hafa þrifið andlitshreinsirinn af. Hann inniheldur meðal annars eplaedik.
  • Andlitskrem sem að inniheldur lífrænt sheasmjör, lífræna kókosolíu og lífræna ólífuolíu. Kremið er svolítið eins og smjör og er því algjör snilld að setja það á sig á kvöldin áður en maður fer að sofa og maður vaknar með silkimjúka húð morguninn eftir. Á morgnanna leyfi ég að líða svolitlum tíma á milli þess sem ég set á mig kremið og áður en ég set á mig farða svo að kremið fari að mestu inn í húðina þar sem að kremið er í feitara lagi. Ef ég fer í sturtu á morgnanna er kremið fljótara að fara inn í húðina og verð ég ekki glansandi á eftir.
  • Varasalvi sem inniheldur lífrænt kakósmjör, lífræna kókosolíu, lífrænt býflugnavax og ilmkjarnaolíur. Piparmyntuvarasalvinn er í uppáhaldi hjá mér.

Ég kynntist vörunum þegar að vefverslunin freyjaboutique.is var með þær en ég held að þær fáist ekki lengur þar. Ég veit að það er samt hægt að panta þær alla leið frá USA og senda hingað sem ég mun klárlega gera þegar allt klárast. Vörurnar eru alls ekki dýrar en það kostar sitt að senda þær hingað heim.  Það er samt klárlega þess virði þar sem að ég hef ekki séð svona hreinar og gæðamiklar vörur hérna heima ennþá.

RMS vörurnar

Ég hef áður bloggað um rms vörurnar og verð ég því stuttorð um þær hér. Ég er mjög viðkvæm fyrir snyrtivörum og fæ ég engin ofnæmisviðbrögð af rms vörunum. Þær innihalda fá innihaldsefni og eru þau lífrænt vottuð. Vörurnar innihalda t.d. kókosolíu, kakósmjör, castor olíu, býflugnavax og jojoba olíu. Fyrst fékk ég vörunar í prufuformi en er núna búin að fjárfesta í þeim sjálf. Þær vörur sem ég á eru:

  • Andlitsfarði sem er mjög náttúrulegur um leið og hann þekur vel. Maður getur byggt hann upp eftir því hversu mikið maður vill þekja og hentar hann því vel við öll tilefni. Ég nota lit nr. 22. Ég ber farðan á með skin2skin foundation burstanum mínum.
  • Bronser er skyldueign og nota ég hann eftir að hafa sett á mig andlitsfarðan. Maður getur notað hann bæði til að skyggja eins og kardashians systurnar hafa kennt okkur eða bara til að fá smá sólarblæ á kinnarnar.
  • Maskari ég nota defining maskarann og finnst mér hann betri en volumizing maskarinn. Ég fæ ofnæmisviðbrögð af mörgum möskurum og er því ákaflega ánægð að hafa fundið þennan frá rms sem ég fæ engin ofnæmisviðbrögð af. Maskarinn greiðir vel úr augnhárunum og gerir allt það sem maður vill að maskari gerir.
  • Púður ég nota púðrið aðallega ef ég hef sett of mikið af andlitsfarðanum og ég glansa í framan. Þá set ég örlítið af púðrinu yfir til að taka gljáan. Ég er nýbúin að kaupa það svo ég kann ekki 100% á það ennþá.

Ég er bara búin að fjárfesta aðeins í litlum hluta af þeim vörum sem mig langar að eiga frá RMS svo að ég er alltaf að bæta við mig vörum frá þeim í rólegheitunum. Hér má finna færslu þar sem ég fer yfir þær vörur sem ég hef prufað frá RMS.

RMS vörunar fást hjá íslensku vefversluninni freyjaboutique.com. 

Schmidt’s

Schmidt’s sérhæfir sig í vönduðum og hreinum svitalyktareyðum sem er bæði hægt að fá í krukkum og í stiftformi. Svitalyktareyðarnir frá Schmidt’s eru lausir við ál, paraben, probelyn glycerol, þalöt og önnur skaðleg efni. Maður getur því borið þá á sig með góðri samvisku og gott betur en það.

  • Svitalyktareyðir sem að virkar vel og inniheldur fá innihaldsefni sem maður þekkir öll. Það var mjög erfitt fyrir mig að finna náttúrulegan svitalyktareyðir án skaðlegra efna sem virkar. Ég er því ákaflega glöð að hafa fundið þann eina rétta.

Schmidt’s svitalyktareyðirnir fást hjá íslensku vefversluninni freyjaboutique.com. 

Ég vil taka það fram að ég keypti þessar vörur sjálf og myndi aldrei mæla með neinum vörum á síðunni minni sem hafa ekki reynst mér vel. Þar sem að það var mikið basl fyrir mig að finna góðar eiturefnalausar vörur á sínum tíma vil ég deila með lesendum mínum það sem virkar vel fyrir mig til að hjálpa öðrum sem eru í sömu sporum. 

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér