Elskaðu Húðina

Skin2skin burstinn frá RMS Beauty

19. desember, 2015

Ég er algjörlega heilluð af vörunum frá RMS beauty og nota þær á hverjum degi. Þessar vörur eru hreinar og lausar við öll þau eiturefni sem leynast gjarnan í snyrtivörum. Það sem ég elska mest við þær eru að þær innihalda svo fá innihaldsefni og þekkir maður þau öll. Ég er hægt og rólega að bæta í safnið og hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum hingað til.

Mér finnst andlitsfarðin ”Un” cover-up algjör snilld og notaði ég hann fyrst með því að bera hann á andlitið með puttunum. Það virkaði nú alveg en mér fannst ég bera óhreinindi og ryk í hann með tímanum. Þó að ég þvoði mér nú að sjálfsögðu alltaf um hendurnar áður en ég notaði hann. Þá berast bakteríur, ryk og annað í snyrtivörur þegar maður er alltaf með puttana í þeim. Ég varð því sjúklega spennt þegar ég sá að RMS beauty fór að gefa út bursta með vörunum sínum. Ég er búin að prufa einn þeirra og ætla að deila með ykkur reynslu minni ef eitthver þarna úti er að velta þeim fyrir sér.

Processed with VSCO with f2 preset

Eins og allar vörurnar frá RMS Beauty er Skin2skin foundation burstinn mjög vandaður og er gerður úr hágæða gervihárum. Burstinn er algjörlega vegan því hann inniheldur engin dýrahár sem mér finnst gríðarlega jákvætt. Skin2skin foundation burstinn er fullkominn með ”Un” Cover-Up andlitsfarðanum og dreifir mjög vel úr honum. Það er mjög gaman að setja andlitsfarðan á sig með þessum glæsilega bursta og verður áferðin á andlistfarðanum mjög náttúrulega falleg. Burstinn er með mislöng hár sem eru sérstaklega staðsett þannig að andlitsfarðin blandast húðinni mjög vel en liggur ekki ofan á henni. Manni líður því alls ekki eins og maður sé með grímu framan í sér eins og vill oft gerast þegar maður setur á sig andlitsfarða.

Maður þarf að passa sig að setja ekki of mikið af andlisfarðanum á sig því þá verður maður mjög glansandi í framan. Best er að byrja að setja smátt og smátt í einu og fikra sig áfram. Það kemur á óvart hversu vel burstinn dreifir vel úr farðanum og nota ég miklu minna af farðanum þegar ég nota burstann heldur en ég gerði þegar ég notaði puttanna til að bera á mig farðan. Þannig að andlitsfarðin mun klárlega endast mér lengur fyrir vikið.

Á Íslandi fást RMS Beauty vörurnar hjá netversluninni freyjaboutique.is sem sérhæfir sig í eiterefnalausum snyrtivörum sem virka.

Eigðu góðan dag,

– Anna Guðný

Ég vil taka það fram að ég myndi aldrei mæla með neinum vörum á síðunni minni sem hafa ekki reynst mér vel. Þar sem að það var mikið basl fyrir mig að finna góðar eiturefnalausar vörur á sínum tíma vil ég deila með lesendum mínum það sem virkar vel fyrir mig til að hjálpa öðrum sem eru í sömu sporum. 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér