Það er svo gott að gera sína eigin ísa úr frosnum ávöxtum og er þetta að mínu mati langbesta orkuskotið um miðjan daginn. Krakkar elska ísa og það er mjög sniðugt að fá þau með í eldhúsið að útbúa svona gúmmelaði. Leyfa þeim að gera allt sjálf, stoppa – smakka og segja til um hvort eitthvað megi bæta. Það er mjög sniðugt að nota svona ísgerð sem kjörið tækifæri til að lauma allskonar heilsufarsbætandi fæðu ofan í maga hjá bæði börnum og fullorðnum.
Ofurhetjuís
- 1 bolli frosinn ananas
- 1 bolli frosið mangó
- 2 kubbar frosið spínat
- Fersk íslensk mynta (má sleppa)
- Ferskt engifer
Settu allt hráefnið í matvinnsluvél og láttu hana vinna mjög vel & lengi. Ef vélin ræður ekki við þetta getur þú leyft þessu frosna að standa aðeins í vélinni og haldið svo áfram eða skvett smá af vatni saman við þetta 🙂 Ég bar ísinn svo fram með hampfræjum og frosnum hindberjum.
Einnig er hægt að setja ísinn í íspinnaform og frysta, þá ertu komin með græna ofurhetjuíspinna! Við eigum íspinnaformin sem fást á mistur.is og elskum þau.
Ást til þín,
Anna Guðný
No Comments