Nýja Sjáland er ekki svo ósvipað Íslandi hvað landslagið varðar. Það eru rosalega flottar strendur þarna, flottir skógar og gullfallegt fjallendi. Heimamenn tóku vel á móti manni hvert sem maður fór og var mjög forvitið um Ísland. Margir voru í hugleiðingum að fara að skoða Ísland og vorum við spurð spjörunum úr. Okkur fannst við vera mjög merkileg við alla þessa athygli og vorum stoltir Íslendingar.
Við gistum á hostelum þar sem við elduðum okkur morgunmat og kvöldmat þar sem við vorum oftast á flakki yfir daginn. Við gerðum okkur ávallt hafragraut á morgnanna og vorum við öll orðin spennt fyrir þeirri máltíð dagsins. Í bílnum var ýmislegt græjað á flakki okkar yfir daginn, m.a. maíspoppkex með eggi og avacado.
Á kvöldin elduðum við aðallega grænmetisrétti og komu þeir okkur skemmtilega á óvart. Enginn réttur var eins og það sem meira var að maður varð alltaf saddur á eftir og fullur af vellíðan. Það var svolítið fast í hausnum á mér að það þyrfti alltaf að vera kjöt til að láta mann verða saddann, en þarna sá maður að þess þarf ekki. Við gerðum réttina mettandi með eggjum, baunum, túnfiski, quinoa og fl.
No Comments