Elskaðu Húðina

100% náttúrulegur svitalyktareyðir sem virkar

Þegar ég fór að gera mér grein fyrir því hversu mikilvægt er að nota góðar og hreinar vörur á líkamann hófst hin mikla leit að hinum fullkomna svitalyktareyði. Á þessum tíma var ekki eins mikið úrval af náttúrulegum snyrtivörum líkt og er í dag. Ég prufaði nokkrar tegundir og alltaf taldi ég mér trú um að loksins væri ég búin að finna þann eina rétta. Aðallega til að sannfæra sjálfa mig um að peningnum mínum hafi ekki verið eytt í neina vitleysu. En leitin tók sinn tíma og get ég loksins með sanni sagt að ég sé búin að finna hinn eina sanna.

IMG_6976Svitalyktaeyðirnir frá schmidt’s eru gríðarlega vinsælir og er það ekki að ástæðulausu. Þeir eru vegan og hafa ekki verið prufaðir á dýrum. Þar að auki innihalda þeir fá innihaldsefni sem eru öll 100% náttúruleg og þekkir maður þau öll.

Innihaldslýsingin:
Butyrospermum Parkii (Shea Butter)
Sodium Bicarbonate (Baking Soda)
Maranta Arundinacea (Arrowroot) Powder
Theobroma Cacao (Cocoa) Seed Butter
Citrus Bergamia (Bergamot) Essential Oil
Citrus Aurantifolia (Lime) Essential Oil
Tocopherol (Vitamin E)
Humulus Lupulus (Hop) Extract

Svitalyktareyðarnir frá schmidt’s eru lausir við ál, paraben, probelyn glycerol, þalöt og önnur skaðleg efni. Maður getur því borið þá á sig með góðri samvisku og gott betur en það.

Ég keypti mér svitalyktaeyðirinn með Bergamot + Lime ilminum. Ég hef alltaf verið meira fyrir lyktarlausa svitalyktareyði en þessi lykt lætur mann algjörlega skipta um skoðun. Manni líður eins og maður sé komin út í blómstrandi náttúruna að sumri til. Lyktin er svo náttúruleg, fersk og góð.
Það eru 5 mismunandi ilmtegundir í boði hjá schmidt’s og henta þeir báðum kynjum. Ég keypti cedarwood + juniper lyktina handa kærastanum mínum og líkar honum hún mjög vel en honum finnst mín þó betri.

IMG_7017Svitalyktareyðirinn dugir manni allan daginn og gott betur en það. Hann fer fljótt inn í húðina og hefur hvorki fituga né klístraða áferð. Maður þarf alls ekki mikið af honum í einu og dugir krukkan manni því lengi. Það fylgir lítill spaði með krukkunni sem er algjör snilld. Bæði til að maður gluði ekki of miklu á sig í einu og að það eru minni líkur á að maður beri bakteríur í hann með puttunum.

Ég pantaði þessa mögnuðu svitalyktareyða frá schmidt’s á netinu vegna þess ég fann þá hvergi hér í Danmörku. En á Íslandi erum við svo heppin að þeir fást á góðu verði hjá vefversluninni Freyjaboutique sem býður upp á gott úrval af hreinum snyrtivörum sem eru án skaðlegra efna.

-Anna Guðný

Ég vil taka það fram að ég keypti þessar vörur sjálf og myndi aldrei mæla með neinum vörum á síðunni minni sem hafa ekki reynst mér vel. Þar sem að það var mikið basl fyrir mig að finna góðar eiturefnalausar vörur á sínum tíma vil ég deila með lesendum mínum það sem virkar vel fyrir mig til að hjálpa öðrum sem eru í sömu sporum. 

You Might Also Like

1 Comment

  • Reply Andrea Rós 25. nóvember, 2015 at 21:17

    Þvílík snilld, panta mér hann strax í kvöld .. Búin að vera í miklu basli að finna svitalyktaeyði sem virkar án þess að innihalda skaðleg efni! 👍

  • Leave a Reply