London

image

Það er virkilega skemmtilegt að skella sér til London og kíkja í búðir og fara á fótboltaleik. Það var svolítið skrýtið að vera þarna sem bakpokaferðalangur og geta ekki verslað neitt. Þetta er alls ekki ódýr borg hvað mat og drykk varðar. Það er auðvelt að þeysast um borgina í öllum þeim samgöngum sem í boði eru. Mikið er af fólki allstaðar sem maður fer og eru allir að drífa sig á milli staða.

image

Oxford street og mannmergðin þar

image

Notting Hill.

Það er mikið af skemmtilegum hverfum í London þar sem er gaman að spóka sig um og hvíla sig frá traffíkinni á Oxford Street. Það er gaman að fara í Notting Hill á Portobello markaðinn og skoða þetta skemmtilega, litríka hverfi.

image

Ég er nú engin fótboltastelpa en það er þvílikt gaþan að upplifa stemminguna á svona stórum leikvelli.

Það er must að fara í Whole Foods og hefði ég gjarnan viljað eyða meiri tíma og peningum þar. Við birgðum okkur upp af ýmsu nasli og sólarvörnum án skaðlegra efna.  Þetta er stórsniðug búð með heilsusamlegum vörum eins og t.d. bætiefnum, snyrtivörum og matvörum. Matvörurnar voru mjög spennandi og í miklu úrvali. Það væri gaman að versla inn þarna fyrir kvöldmatinn.

Það eru ekki mikið af hollustustöðum í borginni miðað við mannfjölda. Við fórum á hráfæðisveitingarstaðinn, Tanya’s cafe, og hef ég aldrei verið í jafnmikilli sæluvímu eftir eina máltíð! Ég var 100% örugg þarna inni því þarna voru engin aukefni, enginn unnin sykur, ekkert glútein og engar mjólkurvörur. Ég hef ekki upplifað svona öryggi áður utan heimilis. Ég myndi gera mér sér ferð til London bara fyrir þennan stað, svei mér þá! Staðurinn var í dýrari kantinum og fannst mér það ekkert skrýtið miðað við gæðin á hráefnunum. Þú færð það sem þú borgar fyrir.

image

Hrá sveppasúpa, kom skemmtilega á óvart.

image

Hráfæðispizza sem var 1000 sinnum betri en venjuleg pizza.

image

Ég gæfi allt fyrir uppskriftina af þessari köku. Svo silkimjúk að hún bókstaflega bráðnaði upp í manni.

-Anna Guðný ♥

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér