Þessi rjómi er sko engin venjulegur rjómi enda er ekkert skemmtilegt að vera venjulegur. Það staldra flestir við og klóra sér í hausnum yfir áferðinni og útlitinu á honum en maður gleymir því um leið og maður smakkar hann. Hann kemur nefnilega mjög á óvart og kemur vel í staðin fyrir venjulegan rjóma. Það er því vel hægt að setja hann á vöfflurnar, borða hann með súkkulaðiköku eða hvað sem þér dettur í hug og lystir til.
Kasjúrjómi
- 1 dós kókosmjólk
- 1/4 tsk vanilla
- Settu dósina í ísskáp yfir nótt.
- Taktu dósina úr ísskápnum næsta dag og passaðu að hrista hana ekki til svo að kókosrjóminn og kókosvatnið blandist ekki saman. Opnaðu dósina og helltu vökvanum, s.s. kókosvatninu, úr henni. Þú vilt bara nota þetta hvíta, þykka sem er kókosrjóminn sjálfur.
- Settu kókosrjómann í hrærivél og þeyttu hann ásamt vanillunni.
- Notaðu rjómann strax eða geymdu hann í ísskápnum.
Njóttu vel!
No Comments