Andaðu Blómstraðu

Nærandi vellíðunarhelgi á Borgarfirði Eystra 29. september – 2. október

Ég er svo spennt að deila því með þér að helgina 29. september – 2. október býð ég upp á nærandi vellíðunarhelgi á Borgarfirði Eystra. Þessi helgi er sérstaklega hugsuð til þess að hjálpa konum að næra bæði líkama og sál burt frá daglegu amstri. Að virkilega fylla á orkutankinn sinn og það á mínum uppáhaldsstað þar sem náttúran skartar sínu fegursta. En sjálf fer ég reglulega á Borgarfjörð Eystra til að hlaða mig upp af þeirri mögnuðu orku sem þar býr. Þarna næ ég dýpri tengingu við sjálfa mig því það er ekki hægt að gera neitt annað nema bara að vera og að taka inn alla gullfallegu náttúrutöfrana. Alltaf kem ég heim í betra jafnvægi, meiri vellíðan, með skýrari sín og fókus.

Það hefur því lengi verið draumur hjá mér að halda helgarnámskeið á Borgarfirði Eystri til þess að gefa fleirum tækifæri til að upplifa töfrana og fylla á tankinn sinn. Í samvinnu við Blábjörg Resort kynni ég því með stolti mína aðra vellíðunarhelgi á Borgarfirði Eystra helgina 29. september – 2. október. Blábjörg er nýbúið að reisa nýja gistiálmu sem er með lúxusherbergi við sjóinn, þar er einnig splunkunýtt & gullfallegt spa og pottar. Svo ekki sé minnst á hversu góður maturinn er hjá þeim en um þessa helgi verður sérsniðinn matseðill fyrir hópinn þar sem að gæði & hreinleiki verður haft í fyrirrúmi. Allur maturinn yfir helgina verður því plöntumiðaður auk þess að vera laus við bæði unna sætu og glúten.

Yfir helgina verður fókusinn settur á að hjálpa þér að endurnæra líkama & sál á mest töfrandi stað landsins. Einnig mun ég hjálpa þér að taka töfrana með þér heim í þitt daglega amstur með því að gefa þér innsýn, hvatningu og tól til þess að hlúa svo ennþá betur að þér þegar að þú snýrð aftur heim að helgi lokinni. Ég mun fræða þig um heilbrigðan lífsstíl, gefa þér tól til þess að hlúa betur að andlegri heilsu og róa taugakerfið. Allt til þess að þú munir upplifa meira jafnvægi, bæta heilsuna og finna fyrir meiri vellíðan.

Dagskrá

Dagskráin er með fyrirvara um breytingar

Föstudagurinn 29. september

 • 15:00 – 16:00 Herbergisinnritun
 • 16:30 Náttúruhugleiðsla og jóga (ef veður leyfir – annars innandyra)
 • 19:00 Kvöldmatur
 • 20:00 Hugleiðsluhringur + afhending vinnuheftis
 • 21:00 Yoga nidra

Laugardagurinn 30. september

 • 8-9 Morgunmatur
 • 9:00 Morgunskrif
 • 9:30 Morgunjóga
 • 10:30 Lífsstílsfræðsla
 • 12:00 Hádegismatur
 • 14:00 Náttúruganga í núvitund
 • 19:00 Kvöldmatur
 • 20:00 Hugleiðsluhringur
 • 21:00 Yoga nidra

Sunnudagurinn 1. október

 • 8-9 Morgunmatur
 • 9:00 Morgunskrif
 • 9:30 Morgunjóga
 • 10:30 Lífsstílsfræðsla
 • 12:00 Hádegismatur
 • 14:00 Spa
 • 19:00 Kvöldmatur
 • 20:00 Hugleiðsluhringur
 • 21:00 Yoga nidra

Mánudagurinn 2. október

 • 8-9 Morgunmatur
 • 9:00 Morgunskrif
 • 10:30 Sturta & Stimpla sig út af Blábjörgu

Áætlunarbíll fer frá Egilsstöðum – Borgarfjarðar á virkum dögum kl. 12 og frá Borgarfirði – Egilsstaða á virkum dögum kl. 8 um morguninn. Það er því hægt að fljúga frá Reykjavík – Egilsstaða og taka bíl uppeftir án mikillar fyrirhafnar.

Helgarnámskeiðið er ekki bara til þess að fylla á tankinn þinn og zena þig niður, mikill fókus er settur á að gefa þér tól, hvatningu og fróðleik til að taka töfrana og jafnvægið með þér aftur heim í daglega amstrið.

Helgarpakki

Eftirfarandi gistingarmöguleikar eru í boði:

Deluxe herbergi með sér baði

 • Eins manns herbergi: 173.140 kr
 • Tveggja manna herbergi: 138.750 kr á mann

Hvað er innifalið í ofantöldu verði?

 • 3 x morgunmatur
 • 2 x hádegismatur
 • 3 x kvöldmatur
 • Te, ávextir, nasl
 • 3 nætur í gistingu
 • 1 x Aðgangur að spa
 • Jógatímar
 • Dagleg náttúruhleðsla
 • Fyrirlestrar um lífsstíl og jafnvægi
 • Hugleiðsluhringir
 • Vinnuhefti fyrir alla námskeiðshelgina

Fyrir heimamenn er auðvitað í boði að taka þátt í helginni og er þá verðið án gistingar en með mat & spa 69.900 kr

Fyrir skráningu og ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að senda á mig línu á anna@heilsaogvellidan.com

Vertu hjartanlega velkomin!

Umsagnir úr fyrri heilsuhelgum sem ég hef haldið á bæði Borgarfirði Eystra og Hvammsvík:

Eitt það besta sem ég hef upplifað síðustu mánuði var að fara í vellíðunarhelgi með Önnu Guðný. Næringin, félagsskapurinn, hreyfingin og náttúran var eins og best verður á kosið. Dagskráin var metnaðarfull og skipulögð af mikilli fagmennsku og kærleika.

María pálsdóttir

Helgin var gefandi fyrir mig, gaman að komast í burtu frá daglegu lífi og helga sér heillri helgi í sjálfsuppbyggingu og jóga, ég var pínu hrædd um að jógað yrði mér of erfitt, en svo var ekki. Anna Guðný hvílir í sjálfri sér, er með yndislega nærveru og það er gott að vera í kringum hana. Ég mæli eindregið með öllu sem hún gerir. Ég hef prufað að fara á Endurnærðu þig netnámskeiðið hjá henni fyrir u.þ.b. ári síðan, þ.a.l. var ég komin með smá innsýn í hversu gefandi Anna Guðný er. Ég mæli eindregið með því að skella sér á hleðsluhelgi hjá henni og taka svo netnámskeiðið hjá henni í kjölfarið. Það væri einstaklega vel valin gjöf handa sjálfum sér og vel þess virði.

Takk elsku Anna Guðný fyrir að vera þú

Diljá jónsdóttir

Þetta var sko sannkölluð hleðsluhelgi! Slökun, hreyfing, útivera, góður matur og skemmtilegur félagsskapur. En best af öllu var hvað allt var afslappað og endurnærandi.

Jónína Lovísa Kristjánsdóttir

Að taka þátt í vellíðunarhelgi með Önnu Guðný var ein besta ákvörðun sem ég gat tekið fyrir sjálfa mig. Anna Guðný er með einstaka nærveru og náði að sá mörgum fræjum sem munu nýtast mér áfram. Helgin var stútfull af góðum mat, nærandi yoga og yndislegum konum í fallegu umhverfi, mun klárlega fara aftur næst.

Átti dásamlega endurnærandi helgi á retreatinu hennar Önnu Guðnýjar í Hvammsvík. Anna Guðný er einstök manneskja með góða nærveru og hlýju sem erfitt er að toppa. Skipulagið og flæðið yfir alla helgina var óaðfinnanlegt og við nutum þess m.a. að iðka jóga, drekka kakó, hugleiða og tengjast okkur sjálfum dýpra og slaka á í jóga nidra. Að ógleymdum matnum sem hún bauð uppá sem bæði var ljúffengur og konfekt fyrir augað. Mæli með fyrir allar konur að setja sjálfar sig í fyrsta sæti og fara í retreat með Önnu Guðnýju <3 Takk fyrir mig!

Hildur Rut Björnsdóttir

Endurnærandi vellíðunarhelgi í Hvammsvík með Önnu Guðnýju var einstök upplifun. Virkilega endurnærandi með frábærum mat, yoga, hugleiðslu og náttúru. Anna Guðný er yndisleg með ótrúlega fallega orku og býr yfir mikla þekkingu á þessu sviði. Ég myndi hiklaust mæla með að kíkja á retreat eða námskeið með henni.

Lilja Ósk Diðriksdóttir

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply