Njóttu Góðgætis

Heitur súkkulaðidrykkur

Það er eitthvað svo huggulegt við að hjúfra sig upp í sófa undir teppi með heitan súkkulaðidrykk í kuldanum. Ég hef oft mikla löngun í heitt súkkulaði í kringum aðventuna. En amma mín gerði alltaf ótrúlega gott heitt súkkulaði sem að hún bar fram í jólaboðum á hverju ári. Það var kannski ekki alveg það hollasta en það er svo ótrúlega gott í minningunni og varð maður vel saddur af því. Hér er uppskrift að minni útgáfu af heitu súkkulaði en það er algjört spari hjá mér.

Heitt súkkulaði                                                                fyrir 2-3

 • 5 dl vatn
 • 2 tepokar af lakkrís og myntu teinu frá yogi – (fæst t.d. í Krónunni og Heilsuhúsinu)
 • 1 msk kakósmjör
 • 1 msk kókosolía
 • 3 msk kókospálmasykur
 • 3 döðlur
 • 15 kasjúhnetur (lagðar í bleyti í a.m.k 2-3 klst – best yfir nótt)
 • 2 msk brúnt möndlusmjör (langbest frá biona eða Himneskt)
 • 50 ml kókosmjólk í fernu
 • 5 msk kakó
 • 1 msk lucuma (má sleppa)
 • 1/2 tsk vanilla
 • 1/4 tsk salt
 1. Byrjaðu á því að sjóða 5 dl af vatni og láttu síðan tepokana liggja í dágóða stund í vatninu, ca 5-10 mínútur.
 2. Settu hin innihaldsefnin í blandarann og bættu síðan teinu út í. Láttu blandarann vinna blönduna vel og lengi eða þangað til að þetta er orðið silkimjúkt.

Það skemmtilega við þessa uppskrift er að maður getur sniðið hana alveg að sínu, þú getur t.d. notað uppáhaldsteið þitt sem að þér finnst passa vel með uppskriftinni. Vertu ekki ófeimin við að smakka uppskriftina til og bæta því út í sem að þér lystir til.

Njóttu vel!

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply