Lifðu

HEIMSREISA: Ferðaplanið

21. febrúar, 2015

Nú er aðeins vika þangað til ég hoppa upp í flugvél ásamt kærasta mínum og við leggjum af stað í 4.mánaða heimsreisu. Maður er nú bara ungur einu sinni svo ef maður fer ekki í svona ferð núna, hvenær þá? Þetta er langþráður draumur sem ég er ekki alveg að átta mig á að sé að fara að rætast. Ég get ekki beðið eftir að setjast upp í vél og allt sé klárt, það er ýmislegt sem maður þarf að gera og græja fyrir svona ferð.

Við erum bæði búin að vera að vinna á fullu síðan í júní í fyrra svo að þetta mun sko aldeilis vera  verðskuldað frí. Ég er búin að vera að vinna á hjúkrunardeild á Hrafnistu og hann á Gló. Við erum búin að bóka öll helstu flugin nema flugið heim og þær gistingar sem vissara er að panta með góðum fyrirvara. Annars ætlum við að hafa þetta opið og ekkert þétt setið plan þar sem hver dagur er niðurjörvaður.

Ég ætla að blogga hér inn á síðuna í ferðinni eftir því sem tími og tækni gefst.

Áfangastaðir

Screen Shot 2015-02-20 at 11.42.28 AM

Við erum mislengi á hverjum stað og erum ekki búin að ákveða hvað við ætlum að gera á hverjum stað þó maður sé nú með ýmislegt í huga. Planið er svona London – Dubai – Sri Lanka – Thailand – Cambodia – Laos – Vietnam – Bali – Ástralía – Nýja Sjáland – Cook Islands – Los Angeles – New York – London – Ísland.

aboutus-2

Það mun vera ljúft að hafa það notalegt á Cook Islands í 10 daga!

body

Nýja Sjáland í allri sinni dýrð!

Bali2

Við munum stoppa í 19 daga í Bali, þar mun ég hitta yndislega þerapistan minn hana Ósk!

Svo verður nú spennandi að sjá hvort að allir þessir staðir séu jafn fallegir og á myndunum sem maður sér á netinu.

Þangað til næst,

-Anna Guðný

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér