Njóttu Safa og Þeytinga

Grænn sæluþeytingur

Ég get ekki lýst því hversu vel mér líður þegar ég byrja daginn á jóga og geri mér síðan grænan þeyting strax í kjölfarið. Það er svo magnað að sjá hvað líkaminn er stöðugt að gefa manni vísbendingar um hvaða fæðu maður á að láta ofan í sig. Ég fæ mjög oft sterka löngun í grænan þeyting því að mér líður svo vel af honum.

Það er mér mikilvægt að breyta til í mataræðinu og að vera ekki alltaf að borða það sama. En þannig kem ég í veg fyrir að ég fái leið á hlutunum. Þess vegna ætla ég að deila með þér annari uppskrift af grænum þeytingi, en það er nú þegar uppskrift af grænum þeytingi hér á síðunni. Þessi er alls ekki síðri en hinn og er hann mjög bragðgóður.

Grænn sæluþeytingur                                                                 fyrir 1-2

 • 200-300 ml vatn
 • 1 lúka spínat
 • 1/2 lífrænt avacado
 • 1 lífræn pera (lítil)
 • 1/4 gúrka
 • 1 msk lífrænn sítrónusafi
 • 1/4 tsk lífrænn sítrónubörkur
 • slatti af ferskri íslenskri myntu
 • 1 tsk kókosolía
 • 1/4 tsk möluð vanilla
 • 1 msk útbleytt chia fræ
 • hnífsoddur gróft salt
 1. Skelltu öllum innihaldsefnum í blandara og bættu við vatni eftir smekk. Það er smekksatriði hversu þykkan fólk vill hafa þeytingin.
 2. Það er mjög sniðugt að setja chia fræ í vatn og eiga í krukku inn í ísskáp. Þá er mjög fljótlegt að skella þeim út í þeytinga og hafragrautinn.

Vertu óhrædd/ur við að nota það sem þú átt í þeytinginn og laga hann að þínum bragðlaukum.

Verði þér að góðu og njóttu dagsins!

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply