Njóttu Morgunsins

Minn uppáhalds hafragrautur

Ég elska að vakna á morgnanna og útbúa mér heitan hafragraut þegar að kalt er í veðri. Hafragrauturinn er aldrei eins hjá mér og það er sennilega það sem ég elska við hafragraut, hann þarf aldrei að vera eins. Hér áður fyrr píndi ég alltaf í mig hafragraut með mjólk út á áður en ég fór í skólann – bara ef ég hefði kunnað að gera svona bragðgóðan og næringarríkan hafragraut þá líkt og í dag. En maður er stöðugt að þróast og að bæta sig í eldhúsinu. Það er svo ótrúlega gaman að líta til baka og sjá hversu mikið maður hefur lært að útbúa á hollan og bragðgóðan máta. Að borða hollt mataræði snýst ekki um að pína eitthvað ofan í sig, fyrir mér snýst það um að borða bragðgóðan og gómsætan mat alla daga. Og þegar að maður fattar hversu vel manni líður af hollu mataræði, þá verður maður einmitt svo jákvæður og spenntur fyrir því að finna leiðir til að gera hollan mat bragðgóðan.

Glútenlaust haframjöl?

Það er ekki glúten í haframjöli heldur er það oft unnið á sama stað og vörur sem innihalda glúten eins og t.d. hveiti. Þannig að þegar maður kaupir glútenlaust haframjöl þá er maður alveg pottþéttur á því að það séu engin smit af glúteni á því. Þetta er eitthvað sem að flestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af nema að þeir séu t.d. með glútenofnæmi eða glútenóþol. Ég finn allavega ekki mikinn mun og er farin að kaupa bara hefðbundið haframjöl á ný, en þó að sjálfsögðu lífrænt og frá gæðamerki.

Gómsætur hafragrautur    fyrir 2-3

  • 2,5 dl haframjöl (lagt í bleyti yfir nótt)
  • 1 msk chia fræ
  • 1/2 tsk vanilluduft
  • 5g kakósmjör
  • 6 döðlur
  • 2,5-3 dl vatn
  • gróft salt
  1. Byrjaðu á því að leggja haframjölið í bleyti að kvöldi til, lætur bara vatn rétt fljóta yfir haframjölið. (Það er mjög mikilvægt fyrir mér að leggja haframjölið í bleyti. Af hverju? þú kemst að því hér.)
  2. Helltu yfirnóttu höfrunum beint í pott ásamt öllum hinum innihaldsefnunum fyrir utan vatnið. Ég bæti því í jafnt og þétt á meðan að grauturinn mallar. Það er algjört smekksatriði hversu þykkan fólk vill hafa grautinn sinn svo að þegar að þér finnst hann vera orðinn eins og þú vilt hafa hann þá er hann klár.

                                                Þessi færsla er unnin í samstarfi við heilsu.

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply