Gleym Þér Ei morgunnámskeið í Yoga Shala hefst 6. mars

Námskeið fyrir alla þá sem vilja upplifa meiri vellíðan og lífsgleði og lágmarka bæði streitu og álag.

VILTU SETJA ÞIG Í FORGANG?

Í hraða lífsins er ekkert mikilvægara en að þú munir eftir þér og hugsir einstaklega vel um þig til þess að geta blómstrað til fulls í lífinu. Því gefst þér fallegt tækifæri á að setja þig mjúklega í 1. sætið og fá í leiðinni dýrmæt tól til þess að auka jafnvægi, vellíðan og sjálfsöryggi.

Námskeiðið Gleym þér ei með Önnu Guðnýju hefst miðvikudaginn 6. mars og stendur í þrjár vikur á mánudags- og miðvikudagsmorgnum frá kl. 9:00 til 10:15 í Yoga Shala Reykjavík.

Yfir þetta tímabil mun Anna Guðný hjálpa þér að hægja á með mjúku jóga flæði, hugleiðslum, öndunaræfingum og slökun. Þessir tímar eru sérstaklega fyrir þig til þess að mæta þér þar sem þú ert hverju sinni og vera í þessari fallegu hlustun við þig. Á námskeiðstímabilinu verður einnig haldið vel utan um þig í lokuðum facebook hóp þar sem verður birt reglulega hvetjandi efni sem hjálpar þér að muna betur eftir því að hlúa vel að þér á líkama og sál í daglegu lífi. 

Hvað gerist þegar þú setur það í setur það í forgang að hlúa að þér?

  • Þú sefur betur
  • Þú meltir matinn þinn betur
  • Þú minnkar streitur og eykur jafnvægi
  • Þér líður betur í sjálf-ri/um þér
  • Þú hefur meira að gefa til þín og annara
  • Þú hugsar skýrar og ert í meiri núvitund
  • Þú verður lífsglaðari

Ávinningurinn af því að hlúa vel að sjálfum sér skilar sér margfalt í heilsuna þína og andlega líðan þína.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla. Það þarf alls ekki að hafa neina reynslu í jóga til að taka þátt og það hentar öllum kynjum. Á þessu námskeiði er aðallega verið að færa þér tól til þess að lágmarka streitu í gegnum mjúkt og meðvitað jógaflæði, sem hefur áhrif á það hvernig þú flæðir í gegnum lífið sjálft. Þú færð tól til þess að auka sjálfsöryggi, betrumbæta lífsstílinn þinn og finna fyrir meiri lífsgleði og vellíðan.

Megi þetta verði árið þar sem þú fyllir á þinn eigin tank áður en þú dælir af honum til annara. Settu þig í fyrsta sætið því þannig getur þú gefið svo miklu, miklu betur af þér til þín og þeirra í kringum þig.

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar: namskeid@yogashala.is

Skráning á námskeiðið

HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Alla þá sem vilja upplifa meiri vellíðan og lífsgleði og lágmarka bæði streitu og álag.
HVENÆR:
6. – 25. mars
TÍMI:
mánudögum og miðvikudögum
kl. 9:00 – 10:15
Verð:
23.900 kr.
Kort í alla opna tíma í stundaskrá fylgir námskeiðinu. Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt. Mögulegt er að fá að skipta greiðslunni. Spurningar velkomnar á namskeid@yogashala.is

UM KENNARANN

Anna Guðný er jógakennari & heilsumarkþjálfi og hefur mjög mikla ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að hlúa sem best að sér í formi hreyfingar, sjálfsumhyggju, náttúrutengingu og hreinnar fæðu. Hún hefur leitt fjölda fólks í gegnum þerapíuna Lærðu að elska þig síðustu 6 ár ásamt því að bjóða upp á netnámskeiðin Endurnærðu þig og Ræktaðu Samband þitt við þig. Einnig heldur hún úti instagramminu heilsaogvellidan og er með heilsubloggið heilsaogvellidan.com.