

Elsku hjartans gull af manneskju,
Mig langar svo ofboðslega að grípa þig núna og aðstoða þig við að setja þig og þína heilsu meira í forgang. Það er svo ofboðslega algengt að eftir sumarfríið að við ætlum okkur um of og tökum 30 skref áfram í lífsstílsbreytingum í einu skrefi sem endar svo á því að við tökum 50 skref til baka og gefumst upp. Einnig eigum við það til að drekkja okkur í verkefnum, hittingum, skyldum, markmiðum og vinnu á haustin til að bæta upp fyrir hvíld sumarsins sem endar á því að við keyrum okkur mjög auðveldlega í streituástand. En í þeim hraða förum við gjarnan á mis við rýmið til að hlusta á það sem er að gerast innra með okkur. Hlusta á hvað líkaminn þarf á að halda hverju sinni. Hvernig vill hann hreyfa sig? Hvaða næringu þarf hann á að halda? Hvernig rútína þjónar þínum einstaka líkama best? Hvernig líður þér? Það sem þú þarft á að halda er einstaklingsbundið og einnig getur verið mikill dagamunur á. Þess vegna er svo mikilvægt að hlusta og mæta sér þar sem maður er hverju sinni.
Mig langar að hjálpa þér að muna eftir þér. Muna eftir því að hlúa vel að þér og fylla á tankinn þinn. Það er í raun ekkert mikilvægara en sá tími sem þú gefur þér. Jóga hefur verið mér sjálfri afar kærkomið þarna og á ég þeirri iðkun svo mikið að þakka. Í hvert sinn sem ég fer á dýnuna næ ég að hlusta á líkamann minn og gefa honum það sem hann vill & þarf á að halda hverju sinni. Meðan ég er á dýnunni get ég látið allt áreiti til hliðar og sett alla athygli á sjálfa mig. Stundum er það hægt jógaflæði, aðra daga er það yoga nidra og hina jafnvel yin yoga.

Ég hef ákveðið að bjóða upp á netnámskeið dagana 4. september – 15. október þar sem ég mun gefa þér aðgang að lokuðum facebookhóp þar sem ég birti vikulega í 6 vikur:
- 2 x myndbönd af mjúku jógaflæði
- 2 x myndbönd af yin yoga
- 1 x upptaka af yoga nidra
- 2 x hugleiðslu-upptökur
- 1 x uppskrifarmyndband
- 1 x fyrirlestur um mataræði
- 1 x fyrirlestur um andlega heilsu
Þú getur svo skoðað efnið þegar það passar þér best inn í deginum þínum en með því að hafa námskeiðsefnið í lokuðum facebookhóp þá getum við saman stutt hvort annað og hvatt áfram. Þar gefst mér líka tækifæri til þess að halda ennþá betur utan um hópinn og svarað spurningum sem allir hafa gagn að sjá svörin við.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja upplifa meira vellíðan og lífsgleði og lágmarka bæði streitu og álag. Það þarf alls ekki að hafa neina reynslu í jóga til að taka þátt og námskeiðið er einnig hugsað fyrir hvaða kyn sem er.
Á þessu námskeiði er ég aðallega að gefa þér tól til þess að lágmarka streitu í gegnum jógaiðkun & hugleiðslur en þar sem að hugur, líkami og sál er óaðskilið finnst mér mikilvægt að koma aðeins inn á mataræðið líka og hjálpa þér að taka lítil skref þar. Til þess að setja alla athyglina á mataræðið þá mæli ég með netnámskeiðunum mínum Endurnærðu þig og Hollt gert einfalt.
Sama hvort þú hoppir á námskeiðið eða ekki, þá óska ég þess að þetta verði haustið þar sem þú fyllir á þinn eigin tank áður en þú dælir af honum til annara. Settu þig í fyrsta sætið því þannig getur þú gefið svo miklu, miklu betur af þér til þín og þeirra í kringum þig.
Ef einhverjar spurningar vakna, endilega sendu á mig línu á anna@heilsaogvellidan.com.
Nærandi knús frá mér til þín,
Anna Guðný