Flokkur

Njóttu Millimála

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Góðgætis Millimála Morgunsins

Kakóís

Ég ELSKA hvað það er hægt að útbúa mikið af gúmmelaði úr hráefnum sem að náttúran færir okkur. En það hefur verið mikið bananaæði í nokkur ár á meðal margra og það er ekki af ástæðulausu. Bananar gera allt gott en það sem er mesta snilldin við þá er að þegar að maður frystir þá og skellir þeim síðan í matvinnsluvél/blandara – þá verður til ís. Mjög loftkenndur og silkimjúkur ís. Ég og sonur minn (2 ára) erum að leika…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Heitt súkkulaði

Það er svo huggulegt að fá sér heitt súkkulaði í vetrarkuldanum og ég tala nú ekki um ef maður á gómsætar smákökur með því. Toppurinn hjá mér er að koma mér undir teppi og vera með góða bók við hönd á meðan ég gæði mér á þessum unaði. En þetta heita súkkulaði er mjög einfalt að útbúa og tekur enga stund að verða klárt. Það er bæði saðsamt og bragðgott, alveg eins og heitt súkkulaði á að vera. Heitt súkkulaði…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála

Súkkulaðipróteinkúlur

Ég elska að eiga heimatilbúnar kúlur til í ísskápnum eða frystinum til að grípa í milli mála. Það er svo miklu skemmtilegra að útbúa svona góðgæti sjálfur í eldhúsinu heima heldur en að kaupa það í umbúðum út í búð. Gæðin og bragðið á heimatilbúnu góðgæti er svo margfalt betri og skilar sér svo sannarlega í aukinni vellíðan. Þessar kúlur eru ekkert smá góðar þó að ég segi sjálf frá en súkkulaðipróteinið frá pulsin sem að ég notaði í uppskriftina…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Gómsætt millinasl

Þetta gómsæta millinasl er engu líkt og er fullkomið til að grípa í milli málla. Fyrir mér er þetta hið fullkomna laugardagsnammi, því að það hefur allt sem að gott laugardagsnammi þarf að hafa. Eitthvað stökkt og brakandi, súkkulaði og svo eitthvað sem er sætt undir tönn.  Einnig er það tilvalið í ferðalagið, í fjallgöngurnar, í skólann eða í vinnuna. Svo er það líka frábært til að eiga heima til að njóta sjálfur og til að bjóða gestum og gangandi upp á.…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Gómsætar orkukúlur

Ég elska að eiga til næringarrík millimál í ísskápnum til að grípa í á milli mála. En þessar kúlur eru algjört góðgæti og þarf ég að hafa mig alla við að klára þær ekki á mettíma þegar að þær eru til. En þær eru mjög saðsamar svo að það hjálpar manni heilmikið með að eiga þær í nokkra daga. Sonur minn sem að er 1,5 árs er mjög hrifin af þessum kúlum og kann sko aldeilis að njóta hvers bita…

Lesa meira

Featured Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Túrmeriklatte

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er langt frá því að vera að finna upp hjólið með því að birta uppskrift af túrmeriklatte. En það er mikið í uppáhaldi hjá mér og finnst mér það gera mér gott. Mér finnst það t.d. virka vel þegar að ég er með einhver kvefeinkenni og svo finnst mér það bara svo ofboðslega gott að ég fæ mér þetta oft þó að það sé ekkert einhvað sérstakt að angra mig. Í…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Glútenlaust&vegan bananabrauð

Það er svo heimilislegt að fá góðan bökunarilm á heimilið og alltaf gaman að gæða sér á heimabökuðu brauði. Að þessu sinni útbjó ég bananabrauð sem að kom ótrúlega skemmtilega út. En brauðið er vegan ásamt því að vera laust við unna sætu og er glútenlaust. Ég elska áferðina á því, en brauðið er frekar klesst og alls ekki þurrt. Ég elska að eiga til gott brauð og er það mitt uppáhalds millimál. Svona brauð er alltaf best fyrstu 3 dagana eftir…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Glútenlaust hrökkkex

Ég er alltaf mjög glöð þegar að ég á nóg af millimálum í skápunum hjá mér, þess vegna tek ég mig oft til og undirbý helling í eldhúsinu til að eiga fyrir komandi viku. Þetta bragðgóða hrökkkex er algjör snilld til að eiga t.d. með uppáhalds hummusnum manns eða bara hverju sem er í rauninni. Ég á ekki allan heiður að uppskriftinni en upprunalega uppskriftin kemur frá blogginu minimalistbaker.com. Þar er mjög margt sniðugt að skoða og sérstaklega mikið af glútenlausum…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Rauðrófuhummus

Hummus er eitt það besta sem að þú getur átt í ísskápnum þínum til að gæða þér á milli mála. Ekki er verra að eiga nokkrar krukkur í frystinum líka til að taka út þegar að það er mikið að gera hjá manni og lítill tími til að útbúa sér hummus. Ekki það að það taki mikinn tíma að útbúa sér hummus, það er leikur einn og finnst mér það í rauninni bara mjög gaman. En það besta við hummus…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Djúsí hummus

Fyrst eftir að ég hætti að borða mjólkurvörur saknaði ég oft að fá mér smjör og ost og hef ég margoft stolist í það. En þegar ég fór að vera dugleg að útbúa mér hummus þá lærði ég að það er bara vel hægt að komast í gegnum lífið án þess að klína smjöri á allt. Það er mjög ódýrt að útbúa sér hummus og tekur það enga stund. Ég kaupi kjúklingabaunir ósoðnar út í búð þar sem að það…

Lesa meira