Flokkur

Andaðu

Andaðu

Að stinga sér í samband

Eftir að hafa ferðast aðeins um heiminn þá fór ég að meta Ísland miklu meira en áður. Ég fór að sjá landið okkar í allt öðru ljósi og fór að bera allt aðrar tilfinningar til þess. Maður heldur nefnilega svo oft að grasið sé grænna hinum megin, en þar skjátlast manni oft hrapalega. Á ferð minni um heiminn saknaði ég fjallanna, mosans og hraunsins gríðarlega mikið. Ég saknaði þessarar ekta íslensku náttúru og áttaði maður sig á því hvað landið okkar…

Lesa meira

Andaðu

Að standa með sjálfum sér

Það er ekki svo langt síðan að ég hagaði mér eins og ég hélt að allir aðrir vildu að ég gerði. Það var sama hvort það snerist um það í hvaða fötum ég klæddist, hvernig ég talaði, hvernig ég vann vinnuna mína eða hvað ég myndi gera í frítíma mínum. Allar þessar ákvarðanir lagði ég meira og minna í hendurnar á öðrum. Ég spurði sjálfa mig aldrei að því hvað ég vildi enda hafði ég sennilega enga hugmynd um hvað…

Lesa meira

Andaðu

Að sýna náunganum kærleik

Hefur þú lent í aðstæðum þar sem þú hefur fengið ósanngjarna gagnrýni sem þér fannst þú ekki eiga skilið og ekki eiga við nein rök að styðjast? Eins og t.d. í rökræðum eða jafnvel í einhverskonar rifrildi? Við höfum örugglega öll lent í slíkum aðstæðum þar sem að reiður einstaklingur gagnrýnir mann fyrir eitthvað sem manni finnst maður ekki eiga skilið. Maður bókstaflega titrar af reiði inn í sér og manni langar ekkert meira en að svara í sömu mynt. Það er auðvelt…

Lesa meira

Andaðu

Það er í lagi að vera ekki alltaf í lagi

Janúar mánuður getur verið mörgum erfiður hér á landi. Jólin eru tekin niður og öll björtu jólaljósin eru sett ofan í kassa. Desember er mikill samverumánuður og getur janúar verið ákveðin skellur sem inniheldur gjarnan tómleika og depurð. Það er myrkur meiripart dagsins og er það heitasta ósk margra að skella sér til sólarlanda á þessum tíma. Þó ég viti hvað ég þarf að gera til að vera í jafnvægi þá geta komið dagar eða jafnvel tímabil þar sem ég er…

Lesa meira

Andaðu

Að njóta en ekki þjóta

Desembermánuður einkennist oft af miklum hraða og ætlar maður sér stundum fullmikið fyrir jólin. Maður er á hlaupum milli allskyns hittinga eins og t.d. jólahlaðborða, vinahittinga og jólaboða. Þess á milli eru jólagjafirnar græjaðar, jólakortin skrifuð, smákökurnar bakaðar, jólahreingerningin framkvæmd og ýmislegt fleira sem snýr að undirbúningi og hefðum jólanna. Hlúðu að sjálf-ri/um þér Stress og kvíði geta náð yfirhöndinni þegar maður er mikið á hlaupum og er mikilvægt að koma í veg fyrir það. Það ert þú sem ert…

Lesa meira

Andaðu

Að vera í jafnvægi yfir vetratímann

Þegar kólna fer í veðri og myrkva fer í seinnipartinn vildi ég stundum óska þess að ég væri hinum megin á hnettinum í sólinni. Löngunin er sérstaklega sterk þennan veturinn þar sem að ég ferðaðist mikið á þessu ári og fór m.a. til Ástralíu og Bali og veit hversu dásamlegt það er að vera þar. Mikilvægt er þó að vera ekki stöðugt að hugsa um hvað allt væri nú betra ef eitthvað væri öðruvísi eins og t.d. að vera í…

Lesa meira

Andaðu

Hverjir eru kennararnir í þínu lífi?

Það er ótrúlega magnað þegar maður áttar sig á, og skilur, að allir sem koma inn í líf þitt eru hér til að kenna þér mikilvægar lexíur um sjálfan þig. Þetta lærði ég í þerapíunni, Lærðu að elska sjálfa/n þig hjá Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur. Ósk sagði við mig að: ,,Allir sem koma inn í líf þitt eru komnir til að kenna þér og hjálpa þér að skilja hver þú ert, hvar þú ert stödd/staddur og hvernig þú ert. Þegar þú skilur…

Lesa meira

Andaðu

Þú ert þess virði

Tilfinningar, hugsanir og hvernig þú talar hefur miklu meiri áhrif á líf þitt en þú heldur. Í hvert skipti sem þú talar, hugsar eða hefur tilfinningar um eitthvað, þá festist það betur í vöðva- og vefjaminni líkamans. Undirmeðvitund þín gerir engan greinarmun á því þegar þú ert að hugsa um eitthvað eða þegar þú upplifir eitthvað í raunveruleikanum. Margir hafa djúpa tilfinningu fyrir að ekki eiga skilið né vera þess virði að vera heilsuhraustir, líða líkamlega vel, komast í rétta…

Lesa meira

Andaðu

Þorir þú að vera þú sjálf/ur?

Í nútímasamfélagi er mikilvægt að minna sjálfan sig á að öll erum við einstök og enginn er eins. Þegar við fæðumst þá erum við 100% við sjálf en því miður verðum við meira vör um okkur þegar við eldumst. Við förum ósjálfrátt að hugsa um hvað aðrir segja, halda eða finnst um okkur og högum okkur út frá því. Ert þú kassa-vön/vanur? Það er ákveðin kassi sem fólk virðist lifa inn í og er það hrætt við að vera öðruvísi og fara út…

Lesa meira

Andaðu

Fyrirgefðu

Þegar maður eldar kvöldmatinn notar maður ekki hráefni úr ruslinu síðan í gær. Það sama gildir um hugsunarháttinn. Það sem fer í gegnum hug manns í dag á heldur ekki að vera eitthvað úr ruslinu síðan í gær. Það sem áður var er liðið og það þýðir ekki að velta sér upp úr því núna. Lifir þú í fortíðinni og veltir þér upp úr gömlum hlutum, áföllum eða erfiðari lífsreynslu? Kemur upp reiði og biturleiki þegar þú hugsar um þessa reynslu?…

Lesa meira