Fyrstu kynni mín af snyrtivörum voru klárlega að fara í naglalökkun til ömmu minnar og nöfnu þegar ég var yngri. Það var alltaf voðalega fullorðins og spennandi að koma heim með fallegar rauðar neglur. Ég hef síðan gert það sama við litlu frænku mína og haft gaman af. Nýverið hef ég hinsvegar mikið verið að hugsa út í hvað er í raun og veru í naglalökkunum okkar og hvort þau séu okkur skaðlaus.
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var af EWG (Environmental Working Group) og Duke háskólanum sýnir að efni sem sett er í naglalökk til að gera þau sveigjanlegri og rispu-þolnari, komust inn í líkama allra þeirra 26 kvenna sem voru sjálfboðaliðar í rannsókninni. Rannsökuð voru þvagsýni kvennanna, fyrir og eftir að þær höfðu naglalakkað sig og kom í ljós að efnið var komið í þvag þeirra innan hálfs sólarhrings eftir naglalökkun.
Grunur á að TPHP trufli hormónakerfið
Vísindamenn grunar að efnið sem um ræðir, TPHP (þrífenýl fosfat) trufli hormónakerfið. Rannsakendur hafa tengt hormónatruflandi efni eins og TPHP við snemmbúið kynþroskaskeið, taugaþróunarfræðileg vandamál og offitu. Þessar uppgötvanir eru mikilvægar fyrir naglalakkaunnendur, sérstaklega fyrir börn og unglinga. En bæði fyrir og eftir kynþroska, eru þau sérstaklega viðkvæm fyrir hormónatruflunum.
TPHP er einnig notað til að búa til plast og til að bjarga svampahúsgögnum frá smitandi eldi. Svo maður spyr sig hvaða erindi það eigi í snyrtivöruiðnaðinn?
Ekki alltaf í innihaldslýsingum
Vísindamennirnir í Duke prufuðu einnig 10 mismunandi naglalökk fyrir TPHP og fundu út að 8 af þeim innihéldu það. Tvö af þeim birtu ekki TPHP í innihaldslýsingunni þrátt fyrir að telja upp önnur innihaldsefni. 49% þeirra naglalakka sem nú eru í gagnagrunni EWG taka fram TPHP í innihaldslýsingunni og þeirra á meðal eru vinsæl merki á borð við Sally Hansen og OPI.
Konur virðast hafa hærra magn af TPHP í líkama sínum. Sem gæti verið vegna þess að efnið er notað í snyrtivörum fyrir konur, þ.m.t naglalakk. Rannsókn EWG og Duke sýnir hvernig naglalakkaásetning getur aukið skammtíma váhrif vegna TPHP. En með því að naglalakka sig reglulega getur það leitt til langtíma skaða.
Talið er að TPHP hafi verið sett í snyrtivörur í staðin fyrir þalöt (phthalates), sem einnig trufla hormónakerfið og eru eitruð æxlunarkerfinu. En TPHP virðist ekki vera neitt öruggari valkostur, þar sem að auknar sannanir sýna að það gæti haft áhrif á hormónastarfsemi, efnaskipti, æxlun og þroska. Auk þess bendir til þess að TPHP geti ýtt undir þyngdaraukningu og offitu.
Hvað er til ráða?
- Nú er best að fara beinustu leið inn á gagnagrunn EWG og athuga hvort að uppáhalds naglalakkið þitt innihaldi nokkuð TPHP. Forðastu einnig vörur sem innihalda formaldehyde, dibutyl phtalate eða toluene. Hentu naglalakkinu þínu ef það inniheldur skaðleg efni, ekki klára það.
- Eins og fram kom í rannsókninni hér að ofan er ekki tekið fram á öllum naglalökkum að þau innihaldi TPHP þrátt fyrir að þau innihaldi það. Svo, til að hafa varan á er best að vera ekki að gluða á sig naglalakki alla daga. Naglalakkaðu þig bara fyrir sérstök tilefni og naglalakkaðu táneglurnar bara á sumrin þegar þú ert að sóla þig.
- Kynntu þér lífræn og eiturefnalaus naglalökk sem eru sífellt að færast í aukanna. Þau má finna í heilsubúðum og einnig er sniðugt að kynna sér þau á internetinu. RMS, uppáhalds eiturefnalausa snyrtivörumerkið mitt er t.d. nýbyrjað að framleiða naglalökk.
- Ef að börnin þín nota naglalakk skaltu ræða við þau betri kosti og hjálpaðu þeim að velja naglalakk sem eru laus við skaðleg efni. Minntu þau á að naga ekki naglalakkið af nöglunum. Mundu síðan að fylgja fordæminu.
- Ekki anda að þér sterku lyktinni af naglalakki þegar þú ert að naglalakka þig. Þessi lykt er tákn um skaðleg efni sem berast auðveldlega um í loftinu. Naglalakkaðu þig í vel loftrýmdu rými þar sem þú getur andað að þér fersku lofti.
EWG hefur búið til undirskriftalista sem nálgast má hér, þar sem að skorað er á þekkt snyrtivörufyrirtæki að taka TPHP úr naglalökkum sínum.
-Anna Guðný
No Comments