Það búa 2 milljónir manna í Dubai, næststærstu borg arabísku furstadæmanna, og einungis 20% af þeim eru innfæddir. Dubai er eyðimörk og eru þar aðallega háar byggingar. Umferðin þarna einkennist af flottum og nýjum bílum. Leigubílar keyra þarna hring eftir hring og flauta á gangandi vegfarendur, svona ef maður skyldi ekki hafa séð þá. Það er allt voðalega hreint og fínt þarna og virðist þetta vera borg ríka fólksins. Alveg þangað til maður sér þrælanna í náttfötunum úti í vegkanti að sópa sandinn af götunni.
Verslunarmiðstöðvarnar þarna eru risastórar og með allar þær búðir sem manni þyrstir í. Það er einnig ýmis afþreying í boði ef maður nennir ekki að versla. Eins og t.d. að fara á skíði.
Við vorum þrjá daga í Dubai og fórum við m.a. í flottan blómagarð, eyðimerkur safari og rúntuðum um borgina.
Maturinn í Dubai var ekkert spes og lítið um hollari kosti. Það var indverskur matur á hótelinu sem var allt í lagi. Fundum líka einn stað í hollari kantinum í Mall of Emirates sem var ágætur en mjög dýr.
Það var magnað að koma til Dubai þar sem manni fannst maður vera komin 100 ár fram í tímann. Gríðarleg uppbygging hefur farið þar fram á mjög stuttum tíma. Ég hefði vel getað eytt meiri tíma þarna en þó ekki sem bakpokaferðalangur. Það væri gaman að fara þarna til þess að versla, slappa af á ströndinni og kíkja í vatnsleikjagarða.
-Anna Guðný ♥
No Comments