Lifðu

Cook Island

Cook Island er lítil, falleg eyja. Strandlengjan er rosalega flott og sjórinn alveg skærblár, það er fjall í miðju eyjarinnar og flottur gróður í kringum það. Þetta er algjör náttúruperla. Bananatré og kókospálmatré eru mjög víða enda upplagt að rækta grænmeti og ávexti þarna.

Það var lítið um internet þarna og var mjög huggulegt að vera bara í algjöru fríi frá því. Við nýttum tímann í að lesa bækur, hreyfa okkur og elda hollan mat.

2015-06-18 12.42.40

Þessi gullfallegi hani breytti mér í morgunhana.

2015-06-21 03.34.20 Það sem stakk mig svolítið í hjartað var heilsuástand heimamanna eyjarinnar. Mjög margir eru að díla við offituvandamál og sennilega fleiri heilsufarsvandamál. Fólkið var greinilega fast í vítahring slæms lífstíls og var það biturt, reitt og hálfdónalegt á köflum.

Það var mikið af litlum bæjarsjoppum þar sem var selt það helsta í matargerð, sælgæti, smá grænmeti og ávextir. Á kössunum voru hitaofnar með innpökkuðum skyndibita og á borði í miðju sjoppanna var bakkelsi í plastfilmu. Þetta var allt svolítið amerískt. Þar sem við elduðum alltaf heima þá fórum við í rútu í stærstu búð eyjarinnar sem var með skársta úrvalið. Það eru 3 matvörubúðir á eyjunni, þessi stóra og tvær minni. Það er mjög mikið af dósamat, frosnum mat, kexi, snakki, nammi og unnum mat í búðunum. Allt er þetta að innflutt og heilmikið innflutt frá Nýja Sjálandi. Það var mjög erfitt að finna eitthvað í hollari kantinum á viðráðanlegu verði.

2015-06-11 05.26.24

Fyrsta búðarferðin afstaðin.

2015-06-13 19.06.53

Grænmeti í karrý!

Við ákváðum að við yrðum að gera okkar besta til að borða grænmeti í hádegis- og kvöldmat alla daganna og tókst okkur það með glæsibrag. Svona náðum við að gera matarkostnaðinn mjög ódýran og var máltíðin að kosta okkur 500 kr á mann með því að elda alltaf sjálf heima. Það sem kom mér mjög á óvart hversu lítið úrval var af grænmeti og ávöxtum á eyjunni. Kannski hittum við á slæmt tímabil og fann maður stundum grænmeti og ávexti í litlu bæjarsjoppunum.  Ég held að heimamenn eyjarinnar gætu gert meira af því að rækta sjálfir og borða þ.a.l. hollari fæðu. Maður er alltaf að sjá skýrar og skýrar hversu heppin við erum heima á Íslandi hvað varðar aðgang að hreinni og hollri fæðu.

Við nutum tímanns þarna í botn og náðum að slaka mjög vel á. Maður náði algjörlega að núllstilla sig fyrir komandi ferðalag.

2015-06-21 03.32.31

2015-06-11 23.05.35 copy

Bananatré á veröndinni.

2015-06-14 05.57.05 copy

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply