Lifðu

Cambodia

16. maí, 2015

Við eyddum einungis fimm dögum í Cambodiu á leið okkar frá Thailandi til Víetnam.

image

Cambodia er mjög fallegt land og hefðum við alveg getað hugsað okkur að vera lengur. Fólkið þarna er voðalega almennilegt og brosir sínu breiðasta. Það er mikil fátækt í landinu og sá maður það best á grindhoruðum kúnnum sem voru að japla á þurru grasi.
image

Það er svo gaman að sitja í rútu, með ipodin í eyrunum og fylgjast með mannlífinu út um gluggan. Það voru allskyns gamaldags vegasjoppur með allskonar nauðsynjum og voru súpermarkaðir vandfundnir.  Það voru flestir sem fóru á milli staða á vespum og er umferðin allt öðruvísi en maður er vanur heima á Íslandi. Mengunin magnast upp í hitanum og rakanum og voru því flestir með eitthvað fyrir nefi og munni.

Sihanoukville er mjög fallegur strandbær en er því miður orðin aðeins skemmdur vegna túrmismans. Það var mikið áreiti hvert sem maður fór af tuk-tuk bílstjórum sem bjóða upp á ýmislegt fleira en akstur milli staða. Börnin eru látin tína rusl af ströndinni, betla eða selja eitthvað drasl. Þau eru öflug beita og er sem betur fer sérstakt verkefni í gangi í bænum til að bjarga börnum úr túristabransanum. Það er mjög jákvætt.

     

image

Otrees beach var virkilega hugguleg!

Mataræðið í Cambodiu gekk mjög vel í Phnom Penh því þar fann ég hráfæðisstað í húsasundi nokkru, rétt hjá gistiheimilinu okkar. Staðurinn heitir ARTillery cafe og fórum við þar kvölds og morgna. Þetta var samt kannski ekki besti hráfæðisstaður sem ég hef farið á en maturinn var mjög hreinn og leið mér mjög vel á eftir sem skiptir aðalmáli. Ég var mjög þakklát fyrir að komast í svona hreinan mat og bjóst alls ekki við því að finna hann þarna.

Raw pizza

image

Hér er hugsað um náttúruna og engin plaströr notuð.

  

image

Glútenlausar pönnukökur, dreymir um þær aftur.

Phnom Penh var skemmtileg og öðruvísi borg. Þar fær maður smjörþefin af menningu Cambodiubúa, við fórum á næturmarkaðinn, röltum meðfram ánni og skoðuðum Killing Fields.

image

Aerobic uppi á gangstétt , afhverju ekki?

image
image

Í Asíu finnst mér mikið um það að fólk kaupi sér ódýrasta matinn sem í boði er og hann er því miður oft agalega gæðalítill. Ég velti því oft fyrir mér hvernig fólk getur látið svona óhreinan mat ofan í sig sem er búin til úti á götu í allri menguninni. Sennilega er það fátæktin sem talar, því miður.  

image

image

Þetta var það sem var í boði á næturmarkaðinum, ekki sérlega hreinn matur.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra og læt myndirnar frekar tala sínu máli.

Kær kveðja,

Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply