Lærðu að elska þig

Þerapían Lærðu að elska þig

Þerapían Lærðu að elska þig er samin af þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og hefur hjálpað fjölda fólks að gjörbreyta lífi sínu. Ég er ein af þeim sem hef farið í gegnum þerapíuna og hafði hún svo mikil áhrif á líf mitt að í dag hef ég lokið leiðbeinandanámi og er farin að kenna hana. En þerapían er einstaklingsmiðuð og persónuleg ráðgjöf sem að hefur það að leiðarljósi að hjálpa fólki að verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Hvað er að elska sig?

Við eigum að elska okkur algjörlega skilyrðislaust, líkt og við myndum elska lítið barn. Við myndum ekki tala niður til 4 ára barns og segja því að það ætti að vera meira svona og minna hinsegin. Við myndum heldur ekki segja því að við munum elska það þegar að það er búið að gera eitthvað ákveðið og ná ákveðnum áfanga í lífinu. En við hikum ekki við að tala þannig við okkur sjálf sem hefur neikvæð áhrif á lífið okkar. Við eigum að tala og hugsa um okkur á kærleiksríkan, jákvæðan, uppbyggjandi og hvetjandi hátt. Að elska þig algjörlega skilyrðislaust núna eins og þú ert í dag, ekki þegar að þú ert búinn að ná ákveðnum markmiðum sem snúa að lífsstíl eða hlutum. Þegar að þú elskar þig er sjálfstraustið í lagi sem hefur stórkostleg áhrif á allt í lífinu. Þú ferð að sjá hversu magnaður einstaklingur þú ert og átta þig á þeim mögnuðu hæfileikum, eiginleikum, getu og visku sem þú býrð yfir.

Að elska þig snýst um að standa með sjálfum þér á öllum sviðum lífsins, að setja þig í fyrsta sætið og taka ákvarðanir út frá sjálfum þér en ekki út frá öðrum. Skoðanir annarra skipta þig ekki máli, aðalatriðið er að þú hlustar á innsæið þitt og ferð síðan eftir því. Þegar að þú lærir að elska þig ferð þú að skilja betur hver þú ert og hvað mótaði þig að þeim einstakling sem þú ert í dag. Þú skilur að allt er eins og það á að vera og lærir að vera þakklát/ur fyrir þína vegferð. Á sama tíma áttar þú þig á því að þú átt allt það magnaða skilið sem lífið hefur upp á að bjóða og færð kjark og þor til að láta draumana þína rætast.

Hvernig fer þetta fram?

Þerapían er frábærlega uppsett og samanstendur af 12 tímum sem fara fram á skype eða í persónu og er hver tími 90 mínútur. Þú færð verkefni í lok hvers tíma til að gera næstu þrjár vikurnar en tímarnir eru á ca. 3 vikna fresti. Einnig færð þú hugmyndir að bókum, myndböndum og bíómyndum í hverjum tíma.

Fróðleikurinn og verkefnin í tímunum hjálpar þér m.a. að auka sjálfstraustið, breyta hugarfarinu, verða jákvæðari, fylgja hjartanu, þekkja sjálfan þig, skilja fólkið í kringum þig, æfa þakklæti, standa með sjálfum þér og hækka orkuna þína. Verkefnin eru frábær tól til að breyta neikvæðum mynstrum, hugsunum og hegðun. Það eru þau sem að gera mest fyrir þig, því meiri metnað sem þú leggur í þau – því meira færð þú út úr þerapíunni. Það er svo skemmtilegt þegar að þú ert búinn að fera í gegnum þerapíuna að vita að þú gerðir þetta allt sjálf/ur, að þú berð sjálf/ur ábyrgð á breytingunni og ert þú þá tilbúin/n að takast á við allt sjálfur sem framundan er í lífinu.

Við munum leitast við að byggja þig upp meira en að velta okkur uppúr vandamálunum og áður en þú veist af finnst þér þú geta allt. Þér finnst þú  hafa meiri orku til að láta draumana þína rætast, standa með þér og vera hamingjusamari. Eftir hvern tíma munt þú upplifa þig öflugri, öruggari, sáttari og hafa skýrari sýn á hver þú ert. Einnig munt þú uppgötva hvað þú vilt gera við líf þitt og frelsa þig frá neikvæðni og óþægindum. Það færist yfir þig eins konar friður og ró því lífið verður allt svo miklu ánægjulegra og auðveldara.

Hvað breytist?

Þegar að fólk fer í gegnum þessa þerapíu breytist margt í lífinu hjá þeim. Þú verður meðvitaðari um hvað hugsanir eru að malla í hausnum á þér og í hvaða orku þú dvelur yfir daginn. Þú munt því setja fókusinn á að vera með jákvætt hugarfar og að vera í hárri orku. Samskipti við annað fólk breytist þegar að þú færð meira sjálfstraust og lærir að skilja fólkið í kringum þig. Þú hættir að vera reið/ur og bit/ur út í ákveðna liðna atburði eða einstaklinga og færð aðra sýn á hlutina. Margir þora loksins að biðja um launahækkunina eða stöðuna sem að þeir hafa lengi langað að biðja um því að sjálfstraustið hefur aukist og getan til að standa með sjálfum sér er orðin meiri. Þú kynnist sjálfum þér upp á nýtt og uppgötvar hverju þú hefur ástríðu fyrir. Þú ferð að heyra meira í innsæinu þínu og munt framkvæma út frá því, en innsæið er alltaf að leiðbeina okkur í rétta átt og færa okkur nær tilganginum okkar. Þú færð kjark til að vera þú sjálfur og ferð að gera það sem þú vilt en ekki það sem samfélagið segir að þú eigir að gera. Fólk þorir loksins að láta draumana rætast og setur áherslu á að fá sem mest og best út úr lífinu. Þú lærir að elska sig skilyrðislaust og uppgötvar hversu magnaður einstaklingur þú ert.

Fyrir hvern er þerapían?

Ert þú að glíma við kvíða eða þunglyndi? Ertu týnd/ur í lífinu og veist ekki hvert þú stefnir eða hvað þú vilt? Finnst þér vanta eitthvað í líf þitt? Ferð þú í gegnum daginn með því að líða allt í lagi og jafnvel stundum mjög illa – og finnst það eðlilegt? En sannleikurinn er sá að þér er í alvörunni ætlað að blómstra í lífinu og upplifa allt það magnaða sem það hefur upp á að bjóða. Þú átt skilið að líða sem best alla daga.

Það þarf alls ekki að vera eitthvað ákveðið að angra mann til þess að maður ákveði að vinna í sjálfum sér. Þú getur einfaldlega bara verið á höttunum eftir meiri hamingju til að geta fengið sem mest út úr lífinu og blómstrað á hverjum degi. Í þerapíunni fær maður tæki og tól til að tækla lífið sem að maður mun búa að alla ævi.

Hafðu samband

Ekki hika við að senda mér línu á anna@heilsaogvellidan.com ef að þú vilt taka fyrsta skrefið í átt að læra að elska þig með því að skrá þig í þessa mögnuðu þerapíu. Eins er þér meira en velkomið að senda á mig spurningar ef þú hefur einhverjar.

Verð

Hver tími kostar 15.000 kr.

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér