Njóttu Millimála

Bleikur októberlatte

Þegar kólna fer í veðri og allt kallar á meiri huggulega stemmingu innandyra er virkilega mikil sjálfsást fólgin í því að útbúa fyrir sjálfa/n sig heita, fallega og bragðgóða drykki. Sjálfri finnst mér mjög notalegt að útbúa svona drykki á kvöldin eða seinnipartinn, setjast svo niður við kertaljós og lesa góða bók. Geyma símann einhverstaðar lengst í burtu og gefa mér þessa ótrufluðu athygli & sjálfsnæringu. Haustið er nefnilega svo góður tími til að fara inn á við og hægja á. Það er að mínu mati svo gullfallegt að að mæta sjálfum sér á dimmum og köldum dögum með hlýju frá sjálfum sér til sín.

Í þennan fallega bleika og vermandi drykk setti ég m.a. fæðubótarefnið Moon Balance frá Your Super sem hefur orðið gríðarlega vinsælt hér á landi. Moon Balance er talið hafa jákvæð áhrif á hormónaheilsu en það er alls ekki ósennilegt að stór hluti þjóðarinnar glími við hormónatruflanir vegna streitu og álags. Í blöndunni eru ayurvedískar jurtir sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir hormónakerfi kvenna og karla. Við konur erum kannski meira í tengingu við hormónaheilsu okkar vegna mánðarlegra tíðablæðinga en blandan er ekki síður mikilvæg fyrir karla til að bæta bæði frjósemi og kynlöngun. Moon Balance fæst á tropic.is en einnig í Hagkaup, Krónunni, Sambúðinni og fl. stöðum. Í drykkinn setti ég líka rauðrófuduft frá rawnice sem fæst líka á tropic.is og er einnig komið í Krónuna og á fl. staði. En ég elska fæðubótarefnin frá rawnice og nota þau aðallega til að fá skemmtilega liti á drykki, þeytinga, hrákökur og ísa. Þetta eru allt mjög náttúruleg & hrein bætiefni án aukaefna sem auka næringargildi í fæðunni og gleður augað afar, afar mikið. Algjört win & win og fullkomið til að nota sem litarefni í föndri og matargerð!

Uppskrift

  • 2 dl freyði-möndlumjólk frá Rude Health
  • 1 tsk moon balance
  • 1 tsk rauðrófuduft
  • 1/4 tsk vanilluduft

Aðferð:

Byrjaðu á því að hita mjólkina í potti. Settu hin hráefnin í bolla og helltu svo 1/2 af mjólkinni út í bollann þegar hún er orðin vel heit. Hrærðu saman með mjólkurflóara, sjálf notaði ég flóarann frá Your Super sem hefur reynst mér vel. Helltu svo restinni af mjólkinni út í bollan varlega með flóaranum án þess að kveikja á honum.

Í október er vakin athygli á baráttu krabbameins hjá konum og ákvað ég því að útbúa bleikan drykk sem að getur einmitt stuðlað að meiri heilbrigði og vellíðan kvenna. Hórmónaheilsa kvenna er eitthvað sem ég pæli mikið í sjálf og tel ég að það hvernig við kjósum að högum lífinu okkar hefur þar mikið að segja. Hvernig við sofum, borðum, hreyfum okkur, öndum, líður og lifum. Ég hef sjálf mjög mikla trú á heilbrigðum lífsstíl og að hann geti minnkað líkur á lífsstílstengdum sjúkdómum. En það hefur einnig mikil áhrif á allt líkamskerfið okkar ef við erum í miklum hraða, undir miklu álagi, glímum við áhyggjur, kvíða, vonleysi og jafnvel depurð. Það er því gríðarlega mikilvægt að mínu mati að hægja á, sýna sjálfum sér mildi, næra sig vel, taka til í andlegu heilsunni, byggja sig upp og læra að taka virkilega vel á móti sér. Að finna það frá dýpstu hjartarótum að þér finnist þú eiga skilið að setja þig í 1. sætið og hlúa vel að bæði líkama og sál.

Að mínu mati setjum við konur allt of mikla pressu á okkur, við viljum t.d. vera góðar mömmur, bestu vinkonur, framúrskarandi í atvinnulífinu, eiga í góðu ástarsambandi, sinna fjölskyldunni vel og hafa heimilið fullkomið. En það sem gleymist oft, erum við sjálfar. Þá erum við að keyra um á bensínlausum bíl og það smitar þá út í allt sem við gerum. Því nærðari sem við erum í okkur, því betur getum við sinnt öllu öðru og veljum þá líka að gera það sem að nærir okkur sjálfar í leiðinni – setjum þá nauðsynleg mörk er varðar orku okkar og tíma. Sem er eitt það fallegasta sem ég veit!

Ég hvet þig því elsku systir, að búa til fleiri stundir með þér með heitan drykk í hönd, við keraljós og bók. Megir þú finna með hverju skiptinu meiri væntumþykju og sjálfsmildi í þinn garð. Því þú átt alla ástina, kærleikan og hlýjuna skilið frá sjálfri þér til þín.

Ást frá mér til þín,

Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply