Lifðu

Bali

4. júní, 2015

Þrátt fyrir að hafa verið á Bali í þrjár vikur, ferðuðumst ég og kærastinn minn voðalega lítið um eyjuna sjálfa. Við vorum í bæ sem heitir Ubud og leið okkur svo vel þar að við enduðum á að vera þar allan tímann. Ég elska hvað við erum með lítið planað á þessu ferðalagi okkar um heiminn. Við tökum ákvarðanir hverju sinni eftir því hvernig okkur líður á hverjum stað fyrir sig.

image

Ubud er mikill heilsubær sem mér líkaði mjög vel við. Það er mikið um heilsuveitingastaði út um allt og er allsstaðar tekið á móti manni með hlýlegu brosi. Mikill fjöldi fólks kemur þarna til að stunda yoga, hugleiðslu og jafnvel taka kennararéttindi í því. Það er rosalega afslöppuð og róleg stemming þarna. Það er því ekki að undra að þarna koma margir til að vinna í sjálfum sér og jafnvel skrifa kvikmyndir og bækur.

imageimage

Það var svo ótrúlega gott að gera ekki neitt í Ubud og leyfa sér bara að vera. Þannig nær maður svo góðri tengingu við innsæið sitt og getur maður spáð í spilinn er varða næstu mánuði og ár. Það er svo stórkostleg tilfinning að fylgja innsæinu sínu og taka ákvarðanir 100% útfrá því hvað maður sjálfur vill en ekki hvað aðrir vilja að maður geri.

image

Þar er mikið um ferðamenn á sjálfri aðalgötu Ubud og getur verið mikil umferð. En maður þarf alls ekki að ganga langt til að komast í algjöra kyrrð og fallega náttúru. Það er það sem gerir bæinn svo huggulegan. Á morgnanna elskaði ég einmitt að horfa yfir hrísgrjónaakranna og vera í algjörri kyrrð.

image

Mataræðið gekk mjög vel og var ég alveg í essinu mínu í þessu heilsuþenkjandi umhverfi. Það er mikið af hollum veitingastöðum sem bjóða t.d. upp á hráfæði, vegan, og vegeterian. Úrvalið var mjög gott og var meira að segja hægt að fá heimsendingu!

image

Heimsent raw sushi frá Alchemy.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Þegar maður getur fengið súkkulaði með engum unnum sykri né mjólk í heimsendingu þá gerist það ekki betra.

Í götunni okkar var mikil kyrrð og var afar notalegt að panta mat þangað og geta horft yfir hrísgrjónaakurinn á meðan. Annars eru allir þessir hollustustaðir í Ubud mjög kósý og er vel hægt að eyða heilum degi á þeim og hafa það notalegt með góðri bók. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að það eru allt aðrar bakteríur á matnum þarna en maður er vanur á Íslandi. Það er því ekkert sérstaklega sniðugt að borða hrátt grænmeti vegna hættu að fá ,,bali belly”.

image

Engin plaströr notuð í paradís, hér fengum við okkur safa og þeyting á Down to earth.

image

Það gladdi mig mjög mikið að geta fengið mér mjólkurlausan jarðaberjasjeik á Clear Cafe.

image

Glútenlaus pizza á Bali Buda!

imag

Það var erfitt að standast hráfæðiskökurnar sem voru í boði.

image

Pönnukökur með banana, vanilluís, súkkulaði og berjasultu. Glútenlaust, mjólkurlaust og enginn unninn sykur. Fullkomið <3

Þerapistinn minn, Guðbjörg Ósk, býr í bænum Ubud og sýndi hún okkur hvað það er sem er svona sérstakt og heillandi við þennan magnaða bæ. Það var virkilega erfitt að fara síðan frá Bali því manni leið bara eins og maður ætti heima þarna. Manni leið svo vel og var svo ótrúlega velkominn hvert sem maður fór.

image

image

imageimage

Til Bali fer ég aftur, það er alveg á hreinu <3

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply