Lifðu

Ástralía

Processed with VSCOcam with c1 preset

Fjalladýrðin var engri lík!

Ástralía er ótrúlega fallegt land og var alls ekki erfitt að ferðast þarna um. Við ókum um á húsbíl þar sem við elduðum allt að þrisvar á dag og höfðum virkilega gaman af. Við fikruðum okkur frá Brisbane niður til Sydney á tíu dögum. Á leiðinni var gaman að skoða fallegar strendur og bæi. Það var líka æði að keyra inn í landið og sjá gullfallega landslagið og sveitamenninguna. Við enduðum dvöl okkar í Sydney hjá frænda mínum og kærustu hans, maður hefði nú ekkert á móti því að búa þarna eins og þau.

image

Það hefði verið auðvelt að fá sér skyndibita í öll mál í Ástralíu en það er ógrynni af honum þegar maður keyrir inn í stærri bæji. Mér býður hreinlega við svona skyndibitakeðjum þar sem að maturinn gæti enst í áraraðir enda á meirihlutinn af innihaldsefnunum uppruna á tilraunarstofu. Við reyndum að hafa mataræðið sem ódýrast og elduðum aðallega grænmeti en þó alltaf í nýjum búning. Við gátum eldað okkur hvað sem okkur datt í hug hverju sinni og vorum við með allt til alls.

Processed with VSCOcam

Við gerðum okkur hafragraut í morgunmat alla daganna og hlakkaði mig alltaf jafnmikið til að fá mér hann þegar ég vaknaði. Ég gerði hann saðsaman og silkimjúkan með því að setja smá hnetusmjör og kókosmjólk. Hann dugði okkur líka alveg fram að hádegi.

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Glútenlaus quesadilla með avacado, steiktu grænmeti, baunum og mozzarella, mjög gott.

image

Snorri, kærasti minn, er alveg einstaklega hugmyndaríkur þegar kemur að eldamennsku og náði hann alltaf að galdra fram nýja grænmetisrétti á hverjum degi. Við vorum mikið í því að steikja grænmeti á pönnu og svo unnum við eitthvað úr því. T.d. kínóapottrétt, grænmetisbaunarétt, ommelettu og fl.

Við hrærðum í bananapönnukökur á ströndinni, virkilega einfalt og gott. Að sjálfsögðu lausar við glúten, mjólk og unninn sykur.

Við hrærðum í bananapönnukökur á ströndinni, virkilega einfalt og gott. Að sjálfsögðu lausar við glúten, mjólk og unninn sykur.

Það var mjög gaman að ferðast um á húsbíl um landið og geta stoppað þar sem maður vildi og elda sér góðan mat og halda síðan áfram ferð sinni. Eins var ómótstæðilegt að gista Einhversstaðar lengst út í skógi og horfa á stjörnurnar um kvöldin. Þvílíka stjörnuklasa hef ég aldrei séð áður, stórkostlegt!

image

Ástralía er að sigla inn í vetrartímann núna svo það var stundum svolítið kalt, þetta var samt alls enginn vetur að okkar mati. Það var komið myrkur í seinnipartinn svo við vorum svolítið í kappi við tímann á daginn til að nýta birtuna sem mest. Ástralar voru mjög almennilegir og vorum við oftast fyrstu Íslendingarnir sem þeir hittu. Þeim fannst við mjög merkileg og tungumálið okkar líka. Ástralía er ótrúlega falleg og allt öðruvísi en ég bjóst við. Ég fer pottþétt þangað aftur og ferðast meira þarna um.  Ég læt myndirnar tala sínu máli.

imageimage

image

image

image

Sólsetur á Byron Bay!

– Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply