Elskaðu Húðina

8 snyrtivörur sem ég verð að eignast frá RMS Beauty

26. mars, 2015

Eins og ég hef áður bloggað um er ég er í skýjunum eftir að hafa prufað snyrtivörurnar frá RMS Beauty. Ég sýndi áður ofnæmisviðbrögð við snyrtivörum en það tilheyrir nú sögunni til. Hér ætla ég að deila með ykkur vörunum og reynslu minni á þeim.

Vörurnar fást hjá netversluninni, Freyja Boutique.

  1. mascara_defining2_grandeDefining Mascara: Þessi maskari kom mér rosalega á óvart. Ég hef oft lent á lífrænum maskörum sem standa ekki undir væntingum, eru lyktsterkir og hvorki þykkja augnhárin né lengja. Ég hélt að maskarar með svona bursta, eins og á þessum, myndu klessa augnhárin en hann gerir það alls ekki. Hann aðskilur augnhárin vel ásamt því að lengja þau og mæli ég heilshugar með honum. Maskararnir frá RMS innihalda litarefni úr steinefnum ásamt vottuðum lífrænum innihaldsefnum. Maskarinn er ekki 100% lífrænn en hann er mjög áhrifaríkur og 100% náttúrulegur. Hann er án allra skaðlegra efna sem er mér mjög mikilvægt.
  2. ”Un” cover-up andlitsfarði: Þessi andlitsfarði er mjög náttúrulegur og maður getur byggt hann upp eftir því hversu mikið maður vill þekja. Ég byrja að setja hann á roða og annað sem ég vil hylja. Svo set ég hann á restina af andlitinu. Ég er búin að vera svo þurr og slæm í húðinni í vetur að þurrkurinn minn kemur aðeins í gegnum farðan. Þannig ég get ekki beðið eftir að prufa hann aftur í sumar þegar húðin mín er orðin mjúk og góð. Ég notaði lit númer 11. (Mynd efst á síðu)
  3. buriti_bronzer_buriti_bronzer500_grandeBuriti bronzer: Þessi er ómissandi yfir ”Un” cover-up andlitsfarðan, ég byrjaði bara að setja lítið í einu og byggi svo litinn upp ef þarf meira. Einnig flottur til að skyggja eins og sýnt er í myndbandinu hérna neðst. Skyldueign að mínu mati.
  4. Lip2Cheek: Þessi vara er mjög sniðug, maður getur notað hana bæði á varirnar og á kinnarnar. Maður þarf bara pínulítið á kinnarnar og getur maður byggt litinn upp á vörunum. Ég prufaði þrjá liti á bæði kinnum og vörum; Beloved, Smile og Diabolique. Ég á mjög erfitt með að ákveða hvaða litur mér finnst bestur en ég hugsa að ég velji kóralbleika litinn, Smile.
  5. livingluminixer_grandeLiving Lumanizer highlighter: þessi highlighter hefur ollið mikillum vinsældum og er vinsælasta varan frá RMS Beauty. Varan gefur húðinni náttúrulegan ljóma og gefur heilbrigða áferð ásamt því að næra húðina. Ég þarf að læra betur á hann en enn sem komið er lofar hann virkilega góðu. Mjög flottur til að gefa förðuninni extra touch og því upplagður þegar maður fer eitthvað fínt.
  6. Eye polish kremaugnskuggar: Loksins, loksins! Lífrænir og náttúrulegir augnskuggar sem eru ekki skrýtnir á litinn. Virkilega flottir augnskuggar og þarf maður virkilega lítið í einu. Endast  vel og langar mig í alla litina. Litirnir sem ég hef prufað eru ”Solar” og ”Seduce”, virkilega flottir og passa vel saman.
  7. bloom_grande (1)Lipshine: Skyldueign! Fullkomið gloss án allra skaðlegra efna, ég prufaði litinn Bloom sem er tilvalin fyrir mig. Hann inniheldur smá glimmer og er blanda af ferskju- og fölbleikum. Glossið er blanda af nærandi lífrænum olíum og hreinum litarefnum úr steinefnum. Maður getur sett þetta á sig með góða samvisku.
  8. Un-powder: Það er misjafnt hvernig áferð fólk vill hafa á förðuninni. Ef maður vill engan glans og vill hafa förðunina matta þá er mjög sniðugt að setja Un-powderið í lokin. Mér finnst mjög mikilvægt að setja Un-powderið yfir augnskuggan á augnlokunum svo hann renni ekki til. Ég er ekki alveg ákveðin hvað mér finnst um hann á andlitið í heild sinni því mér finnst mjög flott þegar andlitið er aðeins gljáandi. Maður er eitthvað svo frísklegur og glóandi þannig. Ég held hann henti húðinni minni ekki núna meðan vetrarþurrkurinn stendur yfir.

image

Hér er ég með allar vörurnar sem ég hef talið upp. Varir: Lipshine -Bloom Augu: Eye polish kremaugnskuggar; Solar og Seduce. Setti Seduce einnig á augabrýrnar sem mér fannst algjör snilld. Kinnar: Lip2cheek-Smile

Hér er mjög gott kennslumyndband með þessum förðunarvörum:

Ég fékk vörurnar í prufuformi og hef ég verið að nota þær í ca 4-5 vikur núna. Ég vildi fá reynslu af þeim áður en ég bloggaði um þær. Ég myndi aldrei mæla með neinu á þessu bloggi mínu ef ég hefði ekki góða reynslu af því.

Ykkar,

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply

Vantar þig hugmyndir að hollum og bragðgóðum mat?

Þá er rafræna uppskriftarbókin mín eitthvað fyrir þig og þú getur skoðað hana í hvaða tæki sem er. Í uppskriftarbókinni eru hugmyndir fyrir allar máltíðir dagsins ásamt ýmsu girnilegu góðgæti.

Uppskriftirnar eru vegan, glútenlausar og lausar við unna sætu.

Verslaðu bókina hér