Þessi drykkur er eitthvað sem að við mæðginin gerum mjög reglulega heima enda er hann svo fagurblár og virkilega bragðgóður. Það er mjög sniðugt að nota ofurfæðuduft í þeytinga til að gera þá meira girnilegri og skemmtilegri fyrir börn. Algjör snilldar leið til að koma meira af ávöxtum ofan í þau og þetta er hressing sem tilvalið er að útbúa eftir leikskóla.
Í drykkinn notum við bláa spirulinu, en hana má nálgast hjá versluninni tropic.is sem er bæði netverslun og búð sem staðsett er í glæsibæ. Þetta er ekki samstarfsfærsla við tropic heldur mæli ég virkilega mikið með vörunum sem fást þar og vil virkilega deila gleðinni því ég trúi mjög mikið á mátt ofurfæða. Það að nota ofurfæður í drykki gerir þá næringarríkari og við fáum meiri breidd af heilsufarsbætandi efnum. Blá spirulina er t.d. talin vera mjög góð til að minnka bólgur í líkamanum, bæta meltingu og það besta; hún er algjörlega bragðlaus.
Spirulinadrykkur
Uppskrift fyrir 2
- 4 dl möndlumjólk
- 2 frosnir bananar
- 3,5 dl frosinn ananas
- 1 msk blá spirulina
- 1 cm ferskt engifer (má sleppa eða setja minna magn)
- 1 msk sítrónusafi
Skelltu öllum innihaldsefnunum saman í blandara og blandaðu þar til silkimjúkt <3
Njóttu í botn elsku gull!
-Anna Guðný
No Comments