Njóttu Góðgætis

Myntuhrákaka

Ég elska að prufa mig áfram í hrákökugerð og eitt það skemmtilegasta sem ég geri í eldhúsinu er að gera (og auðvitað borða) hrákökur. Draumur minn er að eiga stóran frystiskáp þar sem ég á fullt af mismunandi bragðtegundum af hrákökum. Það sem ég elska við hrákökur er að maður getur leikið sér endalaust með skemmtileg brögð og samsetningar. Mér finnst líka svo magnað að upplifa það að verða virkilega södd af því að borða hráköku og líða virkilega vel í líkamanum á eftir þess að hafa gætt sér á einni sneið í rólegheitunum með góðu tei.

En að þessu sinni ætla ég að deila með þér uppskrift af myntuhráköku sem að er virkilega góð. Myntan gerir hana svo ferska en samt er hún svo mikið gúmmelaði á sama tíma. En ég elska að geta keypt íslenskar kryddjurtir út í búð og er mynta í miklu uppáhaldi. Ég nota hana ekki bara í köku eins og þessa heldur fær hún oft að hoppa með í græna þeytinginn. Það er mjög sniðugt að klippa myntuna niður og frysta ef þér finnst hún alveg vera að fara að skemmast.

Myntuhrákaka

Botn

 • 200 g ristaðar heslihnetur
 • 50 g haframjöl
 • 6 msk möndlusmjör
 • 4 msk hrákakó
 • 3 msk kókosolía
 • 150 g döðlur
 • smá gróft salt
 1. Byrjaðu á því að rista heslihnetur við 150°C á blæstri í 10-15 mín. Nuddaðu svo hýðið af þeim þegar að þær hafa kólnað.
 2. Settu svo heslihneturnar í matvinnsluvél og bættu síðan restinni af innihaldsefnunum saman við.
 3. Þjappaðu botninum niður með höndunum í smelluform. Settu hann svo í frysti.

Myntulag

 • 400g útbleyttar kasjúhnetur (eru u.þ.b. 350 g áður en þær eru lagðar í bleyti)
 • 350 g kókosþykkni (þykki parturinn af kókosmjólk í dós)
 • 1/2 dl hlynsíróp
 • 1/2-1 dl kókosolía
 • 4 msk sítrónusafi
 • 50-60g Fersk myntulauf (2 ísl. myntuplöntur)
 • gróft salt
 1. Það er mikilvægt að kasjúhneturnar hafa verið lagðar í bleyti yfir nóttu eða í 20-30 mín í sjóðandi heitu vatni.
 2. Gott er að setja kókosmjólkurdósina í ísskáp yfir nóttu eða í frystirinn í 1-2 klst. til þess að kókosþykknið skilji sig alveg frá kókosvatninu í dósinni.
 3. Settu öll innihaldsefnin saman í blandarann. Láttu hann vinna þar til að blandan er silkimjúk. Ef að blandan er of þykk fyrir blandarann þinn; settu þá aðeins meiri kókosolíu.
 4. Smakkaðu myntuna til og aðlagaðu myntubragðið eftir þínum bragðlaukum.
Færslan er gerð í samstarfi við heilsu.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply