Andaðu

Það sem þú þarft að sleppa takinu á fyrir nýja árið.

29. desember, 2014

Það er mikilvægt að taka ekki hluti með sér inn í nýja árið sem hafa dregið þig niður á því liðna. Það er ýmislegt sem er mikilvægt að hafa í huga og gott er að gera árið upp áður en nýja árið kemur. Atriði sem gott er að hafa í huga eru t.d.:

 • Hvað lærði ég á sjálfri mér á þessu ári?
 • Hvað get ég gert betur á því næsta?
 • Ef þú ert reið/ur út í einhverja manneskju er mikilvægt að fyrirgefa viðkomandi.
 • Fyrirgefðu sjálfum þér ef þú ert reið/ur út í sjálfan þig
 • Komstu sjálf-um/ri þér á óvart á liðnu ári?
 • Með hverjum varstu þegar þú upplifðir bestu stundirnar?
 • Einblíndu á allt það jákvæða sem þú afrekaðir og uppgötvaðir.

Eitt af því versta sem við getum gert sjálfum okkur er að lifa í pirringi, ófyrirgefningu og biturleika. Þetta kemur okkur í ójafnvægi og getur orðið rót ýmissa sjúkdóma. Afgreiddu gömul mál, fyrirgefðu hlutina og farðu uppfull/ur af kærleika inn í nýja árið. Skiljum leiðindi og óþarfa vesen að baki. Elskaðu sjálfan þig og hlúðu vel að andlegu hliðinni á nýja árinu, það er ekki síður mikilvægt en mataræðið.

Ég sá frábæran lista á foodmatters.tv sem mig langaði að deila með þér og hef þýtt yfir á íslensku. Þetta eru 20 atriði sem þú ættir að sleppa takinu á til að hefja hamingjusamt upphaf á nýju ári og öðlast meiri hamingju næstu árin.

Slepptu takinu á…

 1. … öllum hugsunum sem draga úr þér.
 2. … að fá sektarkennd fyrir að gera það sem þú virkilega vilt gera.
 3. … því að hræðast það óþekkta; taktu eitt lítið skref og leiðin mun koma í ljós.
 4. … samviskubitum; þetta kæruleysislega ‘’whatever’’ á ákveðnum tímapunkti í lífi þínu var akkurat það sem þig langaði á þeim tíma.
 5. … áhyggjum, áhyggjur er eins og að biðja fyrir því hvað þú vilt ekki fá í líf þit.
 6. … því að kenna einhverjum um eitthvað; sýndu ábyrgð á þínu eigin lífi. Ef þér líkar ekki eitthvað, hefur þú tvo möguleika, taktu því eða breyttu því.
 7. … hugsuninni að þú sért skemmd/ur; þú skiptir máli, og heimurinn þarf þig nákvæmlega eins og þú ert.
 8. … því að hugsa að draumar þínir séu ekki mikilvægir; fylgdu alltaf hjarta þínu.
 9. … því að vera til staðar fyrir alla, alltaf; hættu að setja sjálfan þig til hliðar og hugsaðu um sjálfa/n þig fyrst.
 10. … því að hugsa að allir aðrir séu hamingjusamari, meira lánsamari eða betri en þú. Þú ert nákvæmlega þar sem þú þarft að vera. Leið þín er fullkomlega sniðin fyrir þig.
 11. … hugsuninni að það sé rétt og röng leið til að gera hlutina eða til að sjá heiminn. Njóttu andstæðna og fagnaðu fjölbreytni og glæsileika lífsins.
 12. … því að halda framhjá framtíðinni með fortíðinni. Það er komin tími til að halda áfram og segja nýja sögu.
 13. … hugsuninni þú sért ekki þar sem þú ættir að vera. Þú ert þar sem þú þarft að vera til að komast þangað sem þú vilt fara, svo byrjaðu að spurja sjálfan þig hvert þú vilt fara.
 14. … reiði gagnvart fyrrverandi ástvinum og fjölskyldu. Við verðskuldum öll hamingju og ást; bara vegna þess að það sé búið þýðir ekki að ástin var röng á sínum tíma.
 15. … þörfinni að vera meira og gera meira; fyrir daginn í dag hefur þú gert það besta sem þú getur, það er nóg.
 16. …  því að halda að þú verðir að vita hvernig eigi að láta hlutina gerast, við lærum leiðina á leiðinni.
 17. … peningaáhyggjum þínum – gerðu plan til að borga skuldir þínar og einblíndu á gnægð þína.
 18. … því að reyna bjarga eða breyta fólki. Allir hafa sína eigin leið, og það besta sem þú getur gert er að vinna í sjálfum þér og hætta að einblína á aðra.
 19. … því að reyna að passa inn og vera samþykkt af öllum. Einstakleiki þinn er það sem gerir þig áberandi.
 20. … sjálfshatri. Þú ert ekki líkamslögun þín eða talan á vigtinni þinni. Hver þú ert er það sem skiptir máli, og heimurinn þarf þig nákvæmlega eins og þú ert. Fagnaðu þér!

Það fer algjörlega eftir okkur sjálfum hvernig lífið okkar er og verður. Gangi ykkur vel og hafið það ofboðslega gott yfir hátíðirnar <3

-Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply