Njóttu Góðgætis

Súkkulaðimúffur með karamellukremi

17. október, 2015

Þessar múffur hafa horfið á ógnarhraða þegar ég hef búið þær til. Þær henta vel við öll tilefni og eru algjörlega tilvaldar sem helgartrít. Þær eru að sjálfsögðu lausar við glúten, mjólkurvörur og unninn sykur en eru samt nákvæmlega eins og alvöru múffur eiga að vera! Ég elska að búa mér til eitthvað trít um helgar og er alltaf gaman þegar það heppnast vel og smakkast vel í þokkabót. Ég einfaldlega skora á þig að prufa!

Ég er með link á þær vörur sem að kannski ekki allir kannast við. 

Súkkulaðimúffur

 1. Skelltu öllum innihaldsefnunum í blandarann þangað til að þetta er orðið vel blandað saman.
 2. Pennslaðu öll múffuformin með fljótandi kókosolíu.
 3. Settu 1-2 msk af blöndunni í múffuform, þær lyfta sér ekki mikið.
 4. Bakaðu við 170°C á blæstri í 18 mín.

Karmellukrem

 • ½ bolli kókossmjör – fæst í krónunni
 • 6 msk kókospálmasykur
 • 4 msk kókosolía (ATH – ekki hafa hana fljótandi)
 • 4 msk kókosmjólk
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 tsk vanilla
 • ½ tsk eplaedik
 • 1/8 tsk salt
 1. Settu öll innihaldsefnin í blandarann eða matvinnsluvél og blandaðu vel saman.
 2. Þegar að múffurnar eru orðnar kaldar skalt þú setja kremið á.
 3. Mér fannst mjög gott að setja kókosmjöl ofan á kremið, en það er alls ekki nauðsynlegt.

2015-08-22 15.08.12

Njóttu í botn <3

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply