Stikkorð

Þunglyndi

Andaðu

Hugleiðsla

22. janúar, 2015

Systir mín sendi mér frábæra grein um hugleiðslu nú á dögunum sem ég þurfti sko aldeilis á að halda. Ég var svo dugleg að hugleiða á hverjum degi í fyrravor þegar ég var að læra undir inntökuprófið í læknisfræði og bjargaði það mér gjörsamlega frá því að glata geðheilsunni. Ósk, þerapistinn minn, ráðlagði mér að byrja að hugleiða því ég var svo kvíðin og með hrikalegan lærdómskvíða. Mér féllust oft hendur yfir öllu því sem ég ætlaði að læra yfir daginn…

Lesa meira

Andaðu

Elskar þú sjálfa/n þig?

13. janúar, 2015

Eins og ég hef talað um áður er ekki síður mikilvægt að vinna í andlegu hliðinni og þeirri líkamlegu. Vissir þú að líkamlegir kvillar geta minnkað og jafnvel horfið alveg einungis með því að taka til í höfðinu á sér og hugsa rétt? Nú er ég búin að vera í 1 og ½ ár í þerapíunni ,,Lærðu að elska sjálfa/n þig’’ hjá þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur. Ósk mun sennilega aldrei losna við mig því það er svo upplífgandi að tala við…

Lesa meira

Andaðu

Mín hlið á kvíða og þunglyndi

9. nóvember, 2014

Það er mikið fagnaðarefni hvað það hefur orðin mikil vitundarvakning hvað andlega kvilla varðar í samfélaginu. Það á engin að þurfa að skammast sín fyrir að líða illa andlega enda er það alls ekkert til að skammast sín fyrir. Það á ekki að vera neitt feimnismál að vera kvíðin eða þunglyndur, ekki frekar en að vera fótbrotinn. Því fleiri sem koma fram og tjá sig um andleg veikindi, því færri skammast sín fyrir þau og þau verða minna feimnismál í samfélaginu.…

Lesa meira